Vill útvista liðskiptaaðgerðum tímabundið til að stytta biðina

Haldinn var blaðamannafundur í morgun til að kynna úttekt Landlæknisembættisins á árangri biðlistaátaksins svokallaða, þar sem liðskiptaaðgerðum var fjölgað verulega til að stytta biðlista. Mbl.is greinir frá blaðamannafundinum á vef sínum í dag, en þar segir:

Biðtími eft­ir liðskiptaaðgerðum verður ekki stytt­ur með því einu að fjölga slík­um aðgerðum. Til að ná ár­angri þarf sam­stillt átak heil­brigðis­yf­ir­valda, Embætt­is land­lækn­is og heilsu­gæsl­unn­ar. Þriggja ára átak, sem átti að stytta bið eft­ir þess­um aðgerðum, bar ekki til­ætlaðan ár­ang­ur. Land­lækn­ir legg­ur m.a. til að þess­um aðgerðum verði út­vistað tíma­bundið.   Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamanna­fundi sem hald­inn var í morg­un þar sem kynnt­ar voru niður­stöður skýrslu Embætt­is land­lækn­is um ár­ang­ur af biðlista­átak­inu.  „Biðtím­inn hef­ur vissu­lega styst,“  sagði Alma Möller land­lækn­ir á fund­in­um. „En ekki eins og von­ir stóðu til.“

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra sagði að fjöldinn á biðlistunum end­ur­speglaði þann vanda sem Land­spít­ali hef­ði lengi glímt við; sem væri skort­ur á legu­rým­um sem mætti að stór­um hluta rekja til frá­flæðis­vand­ans sem mynd­aðist þegar aldrað fólk, sem bíður úrræða á borð við hjúkr­un­ar­heim­ili, dvel­di lang­tím­um á sjúkra­hús­inu þar sem mik­ill skort­ur væri á hjúkr­un­ar­rým­um. Landlæknir sagði að önn­ur ástæða fyr­ir því að ekki tókst bet­ur til með átakið væri að eft­ir­spurn eft­ir liðskiptaaðgerðum hefði vaxið hraðar en reiknað hefði verið með.  Fram kemur í fréttinni að til stendur að fara rækilega yfir þessi mál og hvað unnt er að gera, en ljóst er að samstillt átak margra þarf til að koma til að leysa vandann. Heilbrigðisráðherra telur til að mynda að heilsugæslan geti komið inní málið, til að undirbúa fólk betur fyrir aðgerðirnar. Landlæknir leggur til í skýrslunni að takist ekki að fjölga liðskiptaaðgerðum á þeim sjúkrahúsum þar sem þær eru nú framkvæmdar, verði þeim útvistað tímabundið til einkaaðila í heilbrigðisrekstri. Síðan segir orðrétt í fréttinni.

Spurð um hvort hluti lausn­ar­inn­ar gæti m.a. fal­ist í þessu, seg­ir Svandís að það sé eitt af því sem sé til skoðunar. „Mér finnst þó skjóta skökku við að út­vista þess­um aðgerðum á meðan Land­spít­ali er að sinna umönn­un lang­legu­sjúk­linga og aldraðra sem færi bet­ur um á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Þannig að við mynd­um lík­lega fyrst skoða hvort hægt væri að út­vista slíkri þjón­ustu í meiri mæli, áður en við fær­um að bjóða út flókn­ari þjón­ustu. Þetta er eitt af því sem þarf að fara yfir, en það er ljóst að það verður ekki farið í neitt slíkt á þessu ári. Það eru ein­fald­lega ekki til pen­ing­ar til þess.“

Sjá frétt Mbl.is í heild með því að smella hér.

Ritstjórn maí 23, 2019 14:57