Ekki leggjast í leti þegar að starfslokum kemur

Þessi góðu ráð fyrir þá sem horfa fram á að hætta brátt að vinna, er að finna á vef Landssambands eldri borgara.

  • Hugaðu að starfslokunum tímanlega, frekar fyrr en seinna.
  • Í flestum tilfellum er auðveldara að takast á við miklar breytingar þegar maður er undirbúinn, starfslok eru þar ekki undanskilin.
  • Starfslokanámskeið eru mjög góð sem fyrsta skref í undirbúningnum. Þau eru aðgengileg öllum þeim sem hafa náð 60 ára aldri. Á slíkum námskeiðum eru margir fagaðilar sem halda fyrirlestra og svara spurningum, til dæmis frá lífeyrissjóðunum, félagsstarfi eldri borgara og fleirum.
  • Kynntu þér fjárhagslega stöðu þína, hvernig staða þín verður þegar þú ferð á eftirlaun. Ef tekjutapið verður mikið getur þú aðlagað þig því. Þessi mál geta líka verið flókin og því gott að vera búinn að kynna sér þau og hvaða rétt þú hefur.
  • Hugsaðu vel um heilsuna, bæði andlega og líkamlega. Heilsan er mikilvæg í gegnum allt lífið, en sérstaklega á efri árum. Gott mataræði, hreyfing og andleg vellíðan eru grunnurinn að farsælu lífi.
  • Finndu þér hreyfingu sem hentar þér, gönguferðir, sund, leikfimi eða hjólreiðar eru góð dæmi. Eitthvað sem veitir þér ánægju.
  • Áhugamál, til dæmis að föndra eða sauma, spila golf, veiða, prjóna og margt fleira. Allir ættu að eiga sér góð áhugamál en sérstaklega eru þau mikilvæg þegar fólk hættir að vinna og frítíminn verður meiri. Félagsstarf tengt eldri borgurum er í flestum bæjarfélögum og í boði fyrir fólk 60 ára og eldri. Þar er ýmislegt í boði.
  • Halda góðum tengslum við vini og ættingja.
  • Að fara inn í þessi tímamót með opnum huga, þetta eru miklar breytingar en með jákvæðum huga og góðum undirbúningi geta þetta verið ánægjuleg ár, tíminn þegar þú getur loksins gert það sem þig hefur alltaf langað til að gera og haft nægan tíma til.
  • Þegar að starfslokum kemur er gott að mynda ákveðna rútínu, setja sér dagskrá og fylgja henni til að detta ekki niður í leti.

Ef þú vilt skoða fleira sem viðkemur starfslokunum á vef LEB smelltu hér.

Ritstjórn september 30, 2019 15:13