Undirskriftasöfnuninni Engan skort á efri árum lýkur á miðnætti. Um klukkan 12.30 í dag höfðu 7650 skrifað undir og er þetta stærsta undirskriftasöfnunin á vegum Þjóðskrár frá upphafi. Tilgangur undirskriftasöfnunarinnar er að fara þess á leit að aldraðir geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum.
Með því að smella hér má komast inn á Island.is þar sem undirskriftalistinn er. Það er hins vegar ekki hægt að komast inn í hann og skrá sig á hann, nema nota til þess rafræn skilríki.
Það er Erla Magna Alexandersdóttir eldri borgari sem hratt undirskriftasöfnuninni af stað. Sjá nánar hér.