Hvenær er fólk orðið miðaldra. Er það þegar það verður 40, 50, eða 60 ára. Samkvæmt könnunum telja flestir að æskuárin endi þegar fólk verður 35 ára og fólk verði gamalt þegar það verður 58 ára. Samkvæmt því er fólk því miðaldra í 23 ár. Þetta eru samt engin vísindi og kannski fer það miklu meira eftir hverjum og einum hvort hann telst ungur, miðaldra eða gamall. Aldur er jú bara tala. Mörgum fimmtugum finnst þeir yngri en þeir voru þegar þeir voru 35 ára þessu er öfugt farið hjá öðrum. Aðrir eru miklu virkari 60 ára en þeir voru 45 ára. Vefur Huffington Post spurði lesendur sína hvenær fólk væri orðið miðaldra. Hér eru sum af svörunum sem bárust.
- Fólk er miðaldra þegar það sér ekki lengur á símann sinn vegna þess tölustafirnir eru of litlir og óskýrir.
- Þegar hár fer að vaxa í andlitinu, nefinu og eyrunum.
- Þú ferð í rúmið klukkan níu á kvöldin og ert sofnaður klukkan tíu.
- Þú hefur vaxandi áhyggjur af útliti þínu.
- Þú færð verki hér og þar.
- Skuggsæl horn verða uppáhaldsstaðirnir þínir.
- Lögreglumenn, kennarar og læknar líta út eins og unglingar
- Þegar fólk verður upptekið af heilsu sinni og hugsar ekki um annað.
- Þér fer að þykja gott að blunda.
- Þú hljómar eins og foreldrar þínir gerðu.
- Þú uppgötvar að það eru tvær hliðar á hverju máli.
- Allt í einu ertu farin að segja hvað og ha í sífellu.
- Það er næstum ekki hægt að létta sig.
- Þú þekkir ekkert af lögunum sem er verið að spila í útvarpinu.
- Þegar fólk fær gríðarlegan áhuga á garðrækt.
- Allt á líkama þínum virðist stefna í suður.
- Þú stynur í hvert sinn sem þú beygir þig.
- Þér finnst skemmtilegra að fara í göngutúr á sunnudagsmorgni í stað þess að sofa út.
- Þú hefur ekki hugmynd um hvað ungt fólk talar um.
- Þú týnir hús- og bíllyklum og næstum öllu öðru.