Ertu í sóttkví eða leiðist þér?

Þessa dagana hefur lífi okkar flestra verið snúið á hvolf. Sumir eru í sóttkví og mjög mörgum er gert að vinna heima. Stundatafla barnanna hefur gengið úr skorðum en amma og afi geta ekki vel hlaupið undir bagga þar sem þau eru oftast í hópi þeirra sem verður að verja fyrir smiti. Lögð hefur verið mikil áhersla á hreyfingu og þá er hverjum og einum í lófa lagið að fara reglulega í göngutúra, líka þeim sem gert er að vera í sóttkví svo framarlega sem þeir gæta fjarlægðar við aðra. En þegar við erum heima og búin að taka til í öllum skápum og raða upp á nýtt getur verið ágætt að setjast niður yfir góðri mynd. Hér eru nokkrar hugmyndir að skemmtilegum og áhugaverðum myndum og sjónvarpsseríum sem finna má á Netflix. Góða skemmtun:

 

° The Great British Baking Show

° Grace and Frankie

° Jane the Virgin

° Medici the Magnificent

° Cosmos

° Velvet

° Master of None

° When Calls the Heart

° The Roosevelt

° Death in Paradise

° Planet Earth

° Microcosmos

° PBS Nature

 

 

Ritstjórn mars 24, 2020 09:27