Fiskibollur með nýju bragði

Nú þegar grilltíminn er augljóslega að ganga í garð er ekki úr vegi að prófa nýja uppskrift að fiskibollum sem bæði er hægt að nota sem smáréttur eða aðalréttur sem mótvægi við allt kjötið sem við ætlum að grilla á næstunni.

500 g roðflettur hvítur fiskur, t.d. lúða, ýsa eða þorskur

1 græn paprika

2 rauðir ferskir chilipiparstönglar

2 msk. ferskt kóríander

1 msk fiskisósa

1 egg

1/2 dl kókosmjólk

2 hvítlauksrif

Blandið öllu hráefninu saman í matvinnsluvél og maukið. Hafið fræin í chilipiparnum með. Mótið litlar kúlur og steikið heitri í ólífuolíu á pönnu. Eldið þar til bollurnar eru gulbrúnar að lit og gegnumsteiktar. Blandið saman einni dós af sýrðum rjóma, 1 msk. sojasósu og 2-3 pressuðum hvítlauksrifjum. Kryddið með salti og pipar. Berið fram með fiskibollunum. Þessar bollur er auðvitað hægt að bera fram sem aðalrétt og æta við meðlæti eins og salati og steiktum kartöflum. (sjá uppskrift í dálkinum Matur á Lifðu núna síðunni undir heitinu Bakaðar kartöflur með kryddjurtum)

 

 

Ritstjórn júní 5, 2020 11:36