Fyrir hvað viltu láta minnast þín?

Eldri kona sagði blaðamanni Lifðu núna, fyrir nokkrum árum, að eftir því sem liði á ævina liði velti hún því æ meira fyrir sér hvernig hennar yrði minnst. Hún gat þess jafnframt að það væri ekki bara hún sem hugsaði þannig. Hún og vinkonur hennar ræddu þetta stundum. Sjálfsagt er þetta eitthvað sem margir velta fyrir sér þegar miðjum aldri er náð. Lifðu núna er ekki kunnugt um að gerð hafi verið rannsókn á því hér á landi hvernig fólk vildi láta minnast sín. En fyrir stuttu rákumst við á bandaríska rannsókn þar sem fólk var spurt að þessu og greint var frá niðurstöðunum á vefnum aarp.org

Samkvæmt rannsókninni vildu 55 prósent  láta minnast sín fyrir góðvild og góð verk fremur en ríkidæmi þegar þeir væru komnir yfir móðuna miklu. Rannsóknin tók til 502 einstaklinga sem voru 55 ára og eldri. 54 prósent þátttakendanna vildi láta minnast sín fyrir falleg lífsgildi sem þeir höfðu deilt með fjölskyldunni,  miklu fleiri en þeir sem vildu láta minnast sín fyrir að hafa byggt upp fyrirtæki, þriðjungurinn nefndi það.

Í könnuninni mátti fólki fólk nefna fleiri en einn hlut sem það vildi láta minnast sín fyrir. Tæpur þriðjungur eða 29 prósent vildi að sín væri minnst fyrir að taka þátt í góðgerðarstarfsemi eða fyrir framlög til góðgerðarmála. Aðeins færri eða 28 prósent vildu láta minnast sín fyrir samfélasþátttöku að þeirra yrði minnst fyrir að gefa af sér til þess samfélags sem þeir bjuggu í. Einn af hverjum fjórum eða 26 prósent vildu að þeirra yrði minnst fyrir eignir sínar og auðlegð. Tíu prósent vildu ekki að þeirra yrði minnst fyrir eitt eða neitt. Þá kom fram í könnuninni að tæpur fjórðungur kvaðst vilja hjálpa börnum sínum fjárhagslega á meðan þeir væru í tölu lifenda í stað þess að þeir fengju arfinn að þeim gegnum. Jafn margir lýstu áhyggjum sínum af því að ef þeir féllu frá hefði maki þeirra minna á milli handanna.

Ritstjórn nóvember 15, 2018 09:26