Ótrúlega girnilegur morgunverður

Anna Björk Eðvarðsdóttir heldur úti matarbloggi með virkilega spennandi uppskriftum. Sjá hér.  Hún tekur einnig frábærar myndir af matnum og leyfði okkur að deila þessari uppskrift með lesendum Lifðu núna. Við kunnum henni bestu þakkir fyrir. Uppskriftin er fyrir tvo. Það sem þarf í hana er eftirfarandi:

  • 250 gr. ferskur aspas
  • 100 gr. bacon
  • 4 egg
  • Smjörklípa

Sólin hækkar á lofti hænufet fyrir hænufet, við erum aðeins farin að finna það. Í tilefni af því fáum við okkur yndislegan morgunverð, sem er kolvetnissnauður einfaldur og svoo góður, segir Anna Björk á blogginu sínu.

„Sólskinsegg með baconvöfðum aspas sem við dýfum í mjúka eggjarauðuna, svo bara förum við dansandi inn í daginn!! “ segir hún og lýsir því hvernig hún býr þennan girnilega morgunverð til.

„Aspasinn er snyrtur og hver stilkur vafinn með baconi. Eggin eru sett í pott með köldu vatni og soðin á meðalhita í um 3-4 mínútur. Klípa af smjöri er brædd á pönnu og baconvafði aspasinn er steiktur á öllum hliðum þar til baconið er steikt og aspasinn orðinn meyr, ca. 4-5 mínútur“. Upplagt á brönsborðið segir hún.

Ritstjórn apríl 27, 2018 10:39