Fyrsta rabarbarauppskeran komin í hús

Nú er fyrsta rabarbarauppskeran komin í ljós og ekki úr vegi að nýta þetta dýrindishráefni í margskonar rétti. Hér er hugmynd að því hvernig það nýtist í góðan eftirrétt og hann er líka einfaldur í undirbúningi. Verði ykkur að góðu!

500 g rabarbari

1 vanillustöng

150 g hrásykur

4 msk fljótandi hunang

1 dós sýrður rjómi

100 g ristaðar möndluflögur

Skerið rabarbarann í bita og látið í pott. Kljúfið vanillustöngina eftir endilöngu, skafið kornin inna úr og bætið þeim út í pottinn ásamt sykri og hunangi. Sjóðið saman þar til allt er orðið að mauki og hrærið af og til á meðan suðu stendur. Kælið og látið til skiptis sýrðan rjóma og rabarbaramauk í eftirréttaglös, falleg ef þau eru glær. Hafið sýrðan rjóma efst og stráið möndluflögunum þar yfir.

Ritstjórn maí 27, 2022 07:30