Tengdar greinar

    Heitur réttur um kalda helgi

    Þar sem veturinn minnir hressilega á sig um þessa helgi er ekki úr vegi að útbúa heitan og notalegan rétt fyrir gesti eða bara fyrir heimilisfólkið. Nú er ferska, íslenska grænmetið í verslunum og tilvalið að nýta það á meðan nýju uppskerunnar nýtur við. Íslenska grænmetið er ekki einungis þrungið hollustu heldur er það svo litfagurt og svo skemmtilegt að bera fallega réttina á borð

     

    1/2 pakki Ritz kex

    250 g soðið spergilkál

    1 rauð paprika ef vill

    200 g skinka, söxuð

    250 g sveppir, niðursneiddir og steiktir

    2 1/2 dl matreiðslurjómi

    1/4 gráðaostur

    1 egg

    3 msk. léttmæjónes

    salt og pipar

    rifinn ostur

     

    Myljið kexið niður í eldfast mót. Setjið soðið spergilkálið, skinkuna og steikta sveppina yfir. Bræðið gráðaostinn í rjómanum. Hrærið eggið, mæjónesið og kryddið saman og hellið öllu í mótið. Myljið nokkrar Ritzkexkökur yfir og setjið að síðustu rifna ostinn yfir allt saman. Bakið við 170 – 180°C í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til osturin hefur bráðnað.

     

    Ritstjórn september 28, 2018 14:26