5 slæmar og 5 góðar hugmyndir að spurningum á fyrsta stefnumóti
,,Þegar ég hlusta á skjólstæðinga mína segja mér frá stefnumótum sínum verð ég oft undrandi á spurningunum sem þau lögðu fyrir þá sem þeir voru að hitta í fyrsta sinn,“ segir stefnumótaþjálfinn Sandra Mcginty í grein á vef Sixty and me. ,,Sumar þessara spurninga minntu mig á starfsviðtöl sem ég fór í þegar ég var á þrítugsaldri. Ég hefði flúið hratt því spurningarnar voru of greinandi, of rannsakandi, of hnýsnar og of leiðinlegar.“
,,Sem stefnumótaþjálfi, sem heyrir í skjólstæðingum mínum vikulega, verð ég oft ekki undrandi þegar ekki verður um annað stefnumót að ræða með sömu manneskjunni. Í þessari grein ætla ég að deila með ykkur fimm verstu og 5 bestu spurningunum sem ég hef heyrt frá skjólstæðingum mínum undanfarið.“
5 verstu spurningarnar á fyrsta stefnumóti:
Hvað gerði þig helst að þeim manni/konu sem þú ert í dag?
Ehm…. afsakið en á fyrsta stefnumót ekki að vera létt, skemmtilegt og frjálslegt? Þú gætir eins hafa spurt: Segðu mér frá skilnaði
þínum, einmanaleikanum sem fylgdi o.s.frv. Við getum verið sammála um að þessi spurning hafi verið
uppáþrengjandi og að hún hafi farið yfir mörk.
Hvernig er samband þitt við fjölskyldu þína?
Það er mjög óskynsamlegt að haga sér eins og þú ætlir að ákveða hvaða skrítna systkini eða
frænda þig langar ekki að kynnast. Þær upplýsingar munu koma í ljós með tímanum, betra er
að vera þolinmóður.
Hvað er besta stefnumótið sem þú hefur átt og hvers vegna var það gott?
Mér dettur ekkert í hug að segja við þessari spurningu annað en, ótrúlegt! Slæm spurning.
Hvað hefurðu lært um sjálfa(n) þig af síðustu samböndum sem þú hefur átt?
Þessi spurning mun ekki leiða til annars stefnumóts!
Hvað gleður þig alltaf þegar þér líður illa?
Viltu í alvörunni dýfa þér í eitthvað svona niðurdrepandi á fyrsta stefnumóti?
5 bestu spurningarnar:
Ef þig vantar innblástur um hvað þú átt að spyrja á fyrsta stefnumóti eru hér 5 tillögur sem virka alltaf.
Ertu kvikmyndaaðdáandi? Hver er uppáhaldskvikmynd, -leikari, -leikkona?
Þetta er óbrigðul spurning þar sem flestir eiga sér einhverja uppáhaldsbíómynd. Maður getur lært svolítið um tilvonandi vin/vinkonu eftir því hvernig kvikmyndir hann/hún horfir á. Stefnumót verða skemmtileg þegar hægt er að ræða eitthvað sem hægt er að hlæja að.
Hvað gerir þú þér til skemmtunar?
Þetta er auðveld og þægileg spurning. Líklega veist þú eitthvað um viðkomandi eftir að hafa lesið eitthvað um hann/hana á netinu. Þessi spurning leiðir yfirleitt til umræðna. En athugaðu að þú þarft ekki að hafa sömu áhugamál þar sem þú vilt ekki að viðkomandi sé spegilmynd af þér, ekki satt?
Hvernig bækur þykir þér skemmtilegt að lesa?
Allir lesa eitthvað en mér þykir fyndið hversu oft ég heyri að aðdáendur skáldsagna laðist að aðdáendum fræðirita og öfugt.
Væntanleg frí?
Öllum þykir gaman að tala um ferðalög. Þessi spurning fer fljótlega að snúast um skemmtileg ferðalög sem farin hafa verið. Maður lærir mikið um fólk með því að fá að vita hvernig það hefur varið frítíma sínum.
Hvar ólstu upp?
Þessi spurning gefur tilefni til samtals um hvar fólk hefur átt heima, fjölskyldu þeirra, hefðir, íþróttalið og almennt geta slíkar samræður verið upplýsingabrunnur um þann sem þú hittir í fyrsta sinn.
Hafðu tóninn umfram allt léttan og skemmtilegan! Njóttu stefnumótsins og lærðu eitthvað nýtt um manneskjuna sem þú ert á stefnumóti með. Einn af skjólstæðingum mínum fór á stefnumót með lækni sem deildi með henni upplýsingum um öll uppáhaldsfæðubótarefnin sín. Hún sagði brosandi frá því að hún hefði lært töluvert um vítamín á þessu fyrsta stefnumóti.