Góður og fljótlegur eftirréttur

Af bestu lyst heitir matreiðslubók sem kom út fyrir margt löngu með einstaklega hollum mat, enda var hún gefin út í samvinnu við Hjartvernd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð. Ritstjóri bókarinnar var Laufey Steingrímsdóttir. Þessa uppskrift af frosinni ávaxtaköku er að finna í bókinni.

 

Það sem þarf í uppskriftina

100 g makkarónukökur

1,5 dl. Appelsínusafi eða sérrí

1 appelsína

2 epli

3 litlir bananar

100 g suðusúkkulaði

100 g döðlur

50 g hnetur

2-3 kíví

Aðferð

Myljið makkarónukökurnar og látið á fat með börmum. Hellið appelsínusafa eða sérríi yfir kökurnar.

Afhýðið appelsínuna, eplin og bananana og skerið í bita.

Saxið súkkulaði, döðlur og hnetur. Blandið öllu saman og dreifið yfir makkarónukökurnar.

Setjið álpappír yfir fatið og frystið.

Takið fatið úr frysti tveimur tímum áður en kakan er borin fram.

Afhýðið og sneiðið kívíávextina og skreytið kökuna með þeim.

 

Þessi uppskrift er sögð vera fyrir átta. Mælt er með að hún sé borin fram með mögrum sýrðum rjóna sem búið er að hræra í með gaffli. En það er líka gott að nota með henni venjulegan þeyttan rjóma.

 

Ritstjórn október 11, 2019 09:27