Spínatsalat með bleikjunni – óborganlegt lostæti

800 g bleikjuflök (u.þ.b. tvö flök á mann)

25 g smjör

1 sítróna

nýmalaður pipar og smá salt

2 msk. graslaukur, saxaður

möndluflögur, ristaðar

Kreistið sítrónu yfir flökin og kryddið með nýmöluðum pipar og svolitlu salti. Þegar sítrónusafi er notaður þarf minna að salta. Grillið eða steikið flökin og látið þau í fat. Bræðið smjörið og látið graslaukinn út í og svo möndluflögurnar. Hellið smjörinu yfir bleikjuflökin og berið fram með sveppunum. Nýjar íslenskar kartöflur fara mjög vel með þessum rétti og gott er að saxa steinselju yfir þær.

Spínatsalat með sveppum

250  g sveppir, sneiddir

2 vorlaukar, sneiddir, má nota blaðlauk

250 g ferskt spínat

Látið lsveppina í skál, hellið sósunni yfir þá og látið marínerast, t.d. yfir nótt. Blandið vorlauknum og spínatinu saman við og berið fram sem meðlæti með steiktri bleikju. Þetta meðlæti fer reyndar vel með öllum fiski.

Sósa:

1 msk. dijon sinnep

3 hvítlauksrif, pressuð

salt og nýmaður pipar

1 tsk. hunang

1/2 dl balsamedik

1 1/2 dl ólífuolía

Látið allt nema olíuna í skál og þeytið vel saman. Látið olíuna síðast saman við og þeytið áfram.

 

 

Ritstjórn júlí 10, 2020 11:51