Á þessum árstíma langar blaðamann Lifðu núna alltaf í „fleskesteg“. Það á eitthvað svo vel við í skammdeginu. Þessa uppskrift fundum við á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna og hún klikkar ekki. En það sem til þarf er:
2 kg svínabógur
1-2 msk gróft salt
lárviðarlauf ef vill og eða negulnaglar
laukur og kjötkraftur (svína-)
Skerið ræmur í pöruna með ca ½ cm millibili, gæta vel að fara alveg í gegn um hana niður að kjötinu með 1 1/2 cm millibili, varast skal að skera í kjötið.
Nuddið saltinu á pöruna og líka ofan í skurðinn. Stingið því næst negulnöglum eða lárviðarblöðum í ef slíkt er notað.
Þessu næst er steikin sett á bökunargrind og ofnskúffa höfð undir. Ef paran á að verða stökk og fín þarf steikin að liggja sem láréttust. Gott er að stilla hana af með því að hnoða saman álpappír og setja undir, til að rétta hana af ef þarf.
Laukur og kjötkraftur settur í ofnskúffuna, ásamt vatni. Ofninn stilltur á 200° hita og grindin sett í miðjan ofn. Látið steikjast í 1 ½ klst.
Steikin er tilbúin til að taka úr ofninum þegar kjarnhitinn í þykkasta hlutanum er 65° Þá er hún tekin út og soðið sigtað í pott. Ef paran er ekki nógu stökk má setja hana aftur í ofnin við 250° eða stilla á grill, ef það er til staðar og láta steikjast í 5-10 mínútur. Hafa skal samt varann á, því paran má alls ekki brenna.
Steikin látin jafna sig í 15-20 og þá ætti kjarnhitinn að vera 70° og steikin tilbúin til að bera á borð.
Skorin í 1 ca þykkar sneiðar.
Sósa (5-6 dl)
Ef bæta þarf vatni í soðið er það gert núna og umfram fita fleytt ofan af. Það gæti þurft að bæta meiri kjötkrafti út í.
Sósan er þykkt með hveitijafningi (1 ½ msk hveiti á móti ½ dl vatni) eða sósujafnara.
Smakkað til með salti og pipar og látin sjóða í nokkrar mínútur eða þar til hveitibragðið er horfið.
Notið sósulit ef vill og eins er gott að setja smá af rjóma út í áður en sósan er borin fram.
Annað meðlæti
Sykurbrúnaðar kartöflur, soðnar sveskjur, grænar baunir, rauðkál, sulta og gott hrásalat, eða annað eftir smekk.