Gúllassúpa á köldu vetrarkvöldi

Það hefur verið bið á að veður breytist og hlýni í lofti enda janúar rétt að renna sitt skeið. En þá er gott að útbúa staðgóða gúllassúpu og uppskriftin að þessari er skotheld. Í henni eru gúllasbitar úr ungnautagúllasi og fullt af hollu gænmeti og kryddin eru bragðsterk og góð svo rífur svolítið í.

Gúllassúpa fyrir fjóra

600 g smátt skorið ungnautagúllas
msk. olía og 1 msk. smjör
2-3 laukar, skornir í tvennt og svo sneiðar
chillialdin, fræhreinsað og skorið í sneiðar
Krydd: 1 tsk. paprikuduft, 1 tsktimían, 1 tskcummin
msktómatpúrra

1 dós niðursoðnir tómatar
msk. hunang eða önnur sæta
½ – 1 l vatn – (fer eftir smekk)
2 teningar nautakraftur
1/2 sæt kartafla, skorin í teninga
1,5 dl rjómi
salt og pipar og fersk steinselja til að strá yfir í lokin

Steikið gúllasbitana í olíu og smjöri. Skerið laukinn og chilialdinið og setjið út á pönnuna með gúllasinu. Steikið við miðlungshita í nokkra stund. Setjið kryddið út á pönnuna og svo tómatpúrruna og veltið saman. Hellið niðursoðnu tómötunum út á pönnuna og hunangi.

 

Ritstjórn janúar 26, 2018 11:10