Hvað eigum við að borða?

 

Hversu mikið eigum við að borða og í hvaða hlutföllum eru spurningar sem við veltum oft fyrir okkur. Flestum hættir til að borða of mikið og narta á milli mála. Landlæknisembættið hefur gefið út leiðbeiningar um hversu mikið af mat úr fæðuflokkunum við eigum að borða daglega. Sé farið eftir þessum ráðleggingum  ætti heilsuhraust fólk á öllum aldri  að vera vel haldið.

Fjölbreytt fæði í hæfilegu magni.

Ávextir- og mikið af grænmeti. Borða 5 skammta af grænmeti og ávöxtum á dag eða minnst 500 g samtals. Safi telst ekki með í 5 á dag. Velja gjarnan gróft grænmeti eins og t.d. rótargrænmeti, spergilkál, hvítkál og blómkál.  Borða grænmeti og ávexti með öllum máltíðum og sem millibita.

Heilkorn minnst tvisvar á dag. Æskilegt er að velja brauð og aðrar matvörur úr heilkorni.

Fiskur tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Mælt er með að ein af fiskmáltíðunum sé feitur fiskur.

Kjöt í hófi. Velja lítið unnið, magurt kjöt. Takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 g á viku. Takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum.

Fituminni og hreinar mjólkurvörur. Ráðlagt er að velja sem oftast fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. Hæfilegt magn er 2 skammtar á dag.

Mýkri og hollari fita. Feitur fiskur, lýsi, jurtaolíur, hnetur, fræ og lárperur eru góðar uppsprettur hollrar fitu.

Minna salt. Velja lítið unnin matvæli, enda eru mikið unnin matvæli yfirleitt saltrík. Takmarka notkun á salti við matargerð.

Minni viðbættur sykur. Drekka vatn við þorsta. Drekka lítið eða ekkert af gos- og svaladrykkjum og gæta hófs í neyslu á sælgæti, kökum, kexi og ís.

Taka inn D-vítamín sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur.

sjá nánar hér

Ritstjórn nóvember 13, 2018 06:26