Jafn gott að kyssa hann áttræðan og þrítugan

Robert Redford og Jane Fonda léku hvort á móti öðru í kvikmyndinni Barefoot in the Park fyrir hálfri öld og nú leika þau aftur í rómantískri mynd sem nefnist Our Souls at Night og lýsir ástum og kynlífi pars á efri árum, en Fonda og Redford eru bæði um áttrætt.

Sagan í Our Souls at Night fjallar um nágranna í smábæ í Colorado, Addie og Lois, sem eru á eftirlaunum og hafa bæði misst maka sína. Þau hafa þekkst árum saman en ekki kynnst að ráði. Síðan er það að fumkvæði Addie að þau fara að deila rekkju. Addie þjáist af svefnleysi og bæði finna fyrir einmanaleika þegar dimma tekur. Vinskapurinn verður meiri með hverjum deginum og samræðurnar dýpri þar sem þau deila meðal annars reynslu af mistökum í hjónabörndum sínum. Það eru sögur af því sem betur hefði mátt fara og þau sjá efir að hafa ekki brugðist öðruvísi við á sínum tíma.

„Hann kyssir svo vel“

Robert og Jane hafa áður leikið ástfangið par á hvíta tjaldinu

„He is a great kisser“ sagði Fonda þegar kvikmyndin Our Souls at Night var kynnt nýlega. „Það var gaman að kyssa Redford þegar við vorum á þrítugsaldri og það er líka gaman að kyssa hann núna þegar við erum tæplega áttræð.“ Robert Redford er alveg áreiðanlega engin undartekning þegar kemur að því að kyssa vel þótt hann sé orðinn áttatíu og eins árs.

Kvikmyndin Our Souls at Night byggir á skáldsögu eftur Kent Haruf og leikstjóri myndarinnar er Ritesh Batra en vinátta Batra og Redford nær langt aftur. Myndir Batra hafa fengið gríðarlega athygli og má  nefna myndina The Lunchbox í því sambandi.

Langaði að gera mynd með Jane Fonda

Robert Redford segir að ein af ástæðunum fyrir gerð þessarar nýju myndar séu vonbrigði hans með kvikmyndaiðnaðinn í dag því mjög fáar myndir séu gerðar með eldri áhorfendur í huga. En önnur ástæða sé að hann langaði til að leika á móti Jane Fonda aftur. „Mig langaði að gera nýja mynd með Jane áður en ég dæi,“ segir Redford. „Við eigum okkur langa sögu í kvikmyndum og ég vildi að við fengjum annað tækifæri. Mér datt í hug að þetta væri efni sem höfðaði til fólks á okkar aldri.“

„Ást og kynlíf getur orðið enn betra með aldrinum,“

Jane Fonda segir að myndin Our Souls at Night sendi mikilvæg skilaboð um að ást og kynlíf geti orðið enn betra með aldrinum. „Ætli það sé ekki af því við verðum hugdjarfari með aldrinum og hugsum: hverju hef ég að tapa hvort sem er,“ Fonda segist vita hvers líkami hennar þarfnist og sé ekki hrædd við að biðja um það.“ Fonda sakar leikstjóra myndarinnar að hafa stytt kynlífssenur of mikið en þær verða sem aukaefni á DVD diskinum að hennar sögn.

Jane segir að samleikur hennar og Redfords í kvikmyndinni Barefoot in the Park fyrir fimmtíu árum hafi kveikt blossa sem enn séu glæður í.

Þau viðurkenna rafmagnað samband

Redford, sem er 81 árs, og Fonda, 79 ára, léku saman í myndunum The Case frá ´66, The Electric Horseman ´79 og ári síðar í Barefoot in The Park. Fonda viðurkennir í dag að hún hafi átt erfitt við tökur á Barefoot in the Park, þrátt fyrir að bæði hún og Redford hafi verið gift á þeim tíma. Redford segir að straumarnir á milli þeirra hafi skilað sér á hvíta tjaldið, bæði í leik og ekki leik. Meira segir hann ekki opinberlega.

Our Souls at Nig­ht verður tek­in til sýn­inga á Net­flix 29. sept­em­ber og verður því ekki í kvikmyndahúsum. Ef fólk vill kaupa áskrift að Netflix er boðið upp á þrjár áskriftarleiðir og kostar mánaðaráskrift 1.134 kr., 1.418 kr. og 1.702 kr. Einfaldast er að fara inn á netflix.is og þar eru áhugasamir leiddir áfram.

Um­fjöll­un um bók­ina á Guar­di­an

Ritstjórn september 8, 2017 10:49