Jólasöngvar í Langholtskirkju í fjörutíu ár

Jón Stefánsson hélt utanum jólasöngvana á meðan hans naut við

Þegar Jólasöngvar kórs Langholtskirkju voru haldnir í fyrsta sinn árið 1978, var minna um tónleikahald í borginni fyrir jólin en núna er.  Fyrstu jólasöngvarnir voru í Landakotskirkju, þar sem Langholtskirkja var þá í byggingu.  Næstu tónleikar voru haldnir í Háteigskirkju og nokkrum árum seinna voru haldnir tónleikar í kirkjubyggingunni undir beru lofti. Þetta var í frosti og kulda og fólk með bæði trefla og vettlinga. „lófaklappið varð fyrir vikið svolítið dempað“, segir Magnús Ragnarsson söngstjóri Langholtskirkju. Boðið var uppá heitt súkkulaði og piparkökur í hléinu til að koma hita í mannskapinn og hefur sá siður haldist allar götur síðan.

Magnús Ragnarsson

Margir vilja heyra sömu lögin

Magnús segir að margir komi árlega á þessa tónleika og sitji í sömu sætunum. Hann segir að það geri að verkum að það sé ekki auðvelt að setja saman dagskrá fyrir þá. Margir vilji heyra sömu lögin ár eftir ár en um leið þurfi að fá inn nýtt efni.  Hann segir að tónleikarnir hefjist alltaf á Gregor söngnum Barn er oss fætt. Það var Róbert Abraham Ottósson lærifaðir Jóns Stefánssonar sem staðfærði hann og Magnús segir að Jón hafi trúlega viljað heiðra hann með því að flytja þetta lag alltaf í upphafi tónleikanna.

Kristinn Sigmundsson

Þóra Einarsdóttir

Kristinn og Þóra einsöngvarar

Að þessu sinni verða þrennir jólatónleikar í kirkjunni. Þeir fyrstu á föstudagskvöld, aðrir á laugardagskvöld og þeir þriðju á sunnudag. Einsöngvarar með kórnum að þessu sinni eru Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir. Stjórnandi er Þorvaldur Örn Davíðsson. Jóhanna G.Erlingsdóttir textahöfundur verður heiðursgestur á tónleikunum, en hún samdi texta við lag eiginmans síns Jóns Sigurðssonar Jólin alls staðar. Barnabarn hennar er í kórnum.

Selst yfirleitt upp

Gríðarlegur fjöldi jólatónleika hefur verið haldinn í Reykjavík allan desember, til dæmis í Hörpu og Hallgrímskirkju. Magnús segir að þrátt fyrir þetta mikla framboð, endi yfirleitt með því að miðar á Jólasöngva kórs Landakotskirkju seljist uppHér er hægt að kaupa miða á tónleikana.

Ritstjórn desember 14, 2017 14:49