Þetta er einn allra einfaldasti eftirréttur sem hægt er að hugsa sér og sælgætisgrísir á öllum aldri elska hana. Uppskriftina að þessari bombu fundum við á vefnum Gott í matinn og höfundur hennar er Gígja S. Guðjónsdóttir. Uppskriftin dugar fyrir sex til átta og það er sáraeinfalt að stækka hana.
Innihald:
1 tilbúinn marensbotn
4 kókosbollur
½ l rjómi
150 g lakkrískurl
3 stk. Mars súkkulaði
Bláber og jarðarber (eða aðrir ávextir)
Aðferð:
Myljið marensinn og setjið í botn á formi ásamt kókosbollunum.
Setjið næst þeyttan rjóma og lakkrískurl. Þjappið rjómanum vel ofan í formið.
Toppið með smátt skornu Marsi og ávöxtum.
Geymist í kæli þar til rétturinn er borinn fram.