Kúskús með austrænu bragði og köld sósa með

Kúskús er hráefni sem gengur með mjög mörgu hráefni og tekur vel bragð af kryddum sem í það er sett. Þessi réttur var notaður í fermingarveislu, áður en samkomutakmarkanir voru settar á, að ósk fermingarbarnsins en sú, og vinir hennar, eru farin að hugsa um hollustu. Kalda sósan er ómissandi með og rétturinn fer vel við margs konar tækifæri og fólki á öllum aldri líkar vel.

6 msk. olía

2 msk. kóríander

4 rauðar paprikur, fínt saxaðar

2 rauðlaukar, saxaðir smátt

4 hvítlauksrif, kramin

2 chilipiprar, smátt saxaðir, hafið fræin með ef þið viljið hafa meira chilibragð því bragðið er meist í þeim

2 l vatn

2 grænmetisteningar

800 g kúskús

Setjið vatnið og kryddteninginn í pott og látið suðuna koma upp. Steikið gænmetið á meðan í olíu og kóríander þannig að það mýkist vel. Setjið kúskúsið og grænmetið út í sjóðandi vatnið en takið pottinn strax af hellunni og setjið lok á. Látið standa í 10 mínútur, hrærið í  og berið fram með avoadosósunni.

Avocadosósa:

4 avocado, íslenska heitið er lárpera

4 dl hrein jógúrt

2 msk. límónusafi

salt eftir smekk

Afhýðið avocadóið og takið steininn úr. Látið allt hráefnið í matvinnsluvél og blandið saman. Kælið sósuna áður en hún er borin fram.

 

 

 

 

Ritstjórn febrúar 27, 2022 10:06