Látið lífeyrissjóðina okkar í friði

Þorsteinn Víglundsson, fráfarandi velferðarráðherra og þingmaður Viðreisnar skrifaði eftirfarandi grein um lífeyrismál í Kjarnann

Íslenska líf­eyr­is­kerfið er í fremstu röð í alþjóð­legum sam­an­burði. Hvort sem horft er til þátta á borð við nægj­an­leika líf­eyr­is­sparn­að­ar, eigna líf­eyr­is­sjóða sem hlut­falls af lands­fram­leiðslu eða kostn­aðar við rekstur kerf­is­ins. Kerfið byggir á þeirri ein­földu hugsun að hækk­andi með­al­aldri þjóð­ar­innar verði aldrei mætt með öðrum hætti en að hver kyn­slóð beri ábyrgð á eigin líf­eyri í gegnum söfn­un­ar­kerfi. Gegn­um­streym­is­kerfi, líkt og ein­kennir líf­eyr­is­kerfi flestra Evr­ópu­ríkja í dag, lendir óhjá­kvæmi­lega í vand­ræðum eftir því sem þjóðir eld­ast og fækkar á vinnu­mark­aði í hlut­falli við elli­líf­eyr­is­þega. Sé tekið mið af mann­fjölda­spá Hag­stof­unnar má ætla þeim sem eru starf­andi á vinnu­mark­aði í hlut­falli við elli­líf­eyr­is­þega muni fækka úr 6 á móti 1 í dag í 3 á móti einum á næstu 4 ára­tug­um.

Hvernig stendur þá á því að ýmsir stjórn­mála­flokkar og raunar einnig nokkrir for­ystu­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hafi allt á hornum sér þegar kemur að íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um? Í það minnsta þrír flokkar af þeim átta sem eiga full­trúa á þingi í dag hafa það á stefnu­skrá sinni að grípa inn í líf­eyr­is­kerfið með einum hætti eða öðrum og jafn­vel snúa frá söfn­un­ar­kerfi yfir í gegn­um­streym­is­kerfi að hluta, þvert á það sem flestar nágranna­þjóða okkar eru að gera.

Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá að það stendur ekki steinn yfir steini í rök­semda­færslum þess­ara flokka. Það eru einkum þrjú atriði sem gagn­rýnd eru og ég ætla að fjalla í stuttu máli um hvert þeirra.

Ritstjórn nóvember 7, 2017 17:55