Það á að miða lífeyri við framfærslu

„Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóðakerfisins veldur því að fólk er að lenda í fátækragildru,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson fomaður VR í þættinum 50 plús á Hringbraut.

Hann vill uppstokkun á kerfinu og segir það um margt ósanngjarnt. Því innan þess séu engir tveir með sömu réttindin nema þeir sem eiga engin lífeyrisréttindi. „Við eigum að festa lífeyririnn svo hann verði samkvæmt framfæsluviðmiðum,“ segir Ragnar Þór.

Ragnar Þór segir að sjóðirnir hafi þurft að skerða réttindi félaga sinna eftir hrun enda hafi þeir tapað um 500 milljörðum króna. „Kerfið í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag er ekki að ganga upp.“  Sjóðirnir eru að fjárfesta á fjármálamörkuðum og á þeim verði bæði niður og uppsveiflur. Það verði því að hætta að markaðstengja þann lífeyri sem fólk fær og miða hann við framfærslu.

Þátturinn Fimmtíu plús er frumsýndur á Hringbraut klukkan 20.30 á mánudagskvöldum og er þátturinn endurtekinn klukkan 22.00. Hann er endursýndur á þriðjudögum og um helgar. Í þættinum er einnig fjallað um ættfræði, líkamsrækt og grátt hár.

 

Ritstjórn apríl 24, 2017 12:23