Börnum og fullorðnum virðist þykja þessi fiskéttur afar góður, svo góður að amma sem blaðamaður Lifðu núna þekkir sagðist loksins vera búin að finna fiskrétt sem barnabörnin elskuðu. Uppskriftin er af vefnum Gott í matinn og höfundur hennar er Tinna Alavis.
2 stk. ýsuflök
1 pakki sveppir
1 stk. laukur
½ stk. blaðlaukur
1 stk. rauð paprika
3 stk. gulrætur
½ dós ananaskurl og allur safinn úr dósinni
200 g rjómaostur
400 ml rjómi
3 tsk. karrý
2 tsk. fiskikrydd
1 msk. grænmetiskraftur
Smjör til steikingar
salt og pipar eftir smekk
- Byrjið á því að steikja laukinn og blaðlaukinn upp úr smjöri.
- Bætið sveppum, papriku og gulrótum saman við og steikið áfram í stutta stund.
- Þá er komið að því að hella hálfri dós af ananaskurli út á grænmetið, ásamt öllum safanum úr dósinni.
- Látið þetta malla í 2-3 mínútur og hellið þá rjómanum yfir, ásamt rjómaostinum.
- Þegar rjómaosturinn hefur bráðnað og sósan orðin töluvert þykkari þá er grænmetiskrafturinn settur út í sósuna, fisknum raðað ofan á og hann kryddaður vel með salti, pipar, karrý og fiskikryddi.
- Ýtið fiskinum aðeins ofan í sósuna og látið malla í 10 mínútur áður en rétturinn er borinn fram.
Gott að bera fram með hrísgrjónum og ristuðu brauði.