Mottóið er gaman saman

Helga Mattína Björnsdóttir

Félagið okkar heitir Félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð og við höfum góða aðstöðu í eigin húsnæði Mímisbrunnur heitir húsið. Á mánudögum er OPIÐ hús kl. 13. 30 – stólaleikfimi kl. 14.00 og loks notalegt kaffi. Á þriðjudögum  kl. 14.00 – Mímiskórinn með æfingar. Á miðvikudögum kl. 15.30 spil. Tvo miðvikudaga í mánuði kemur hjúkrunarfræðingur til okkar til skrafs og ráðagerða kl. 13.30 sem er mjög vel sótt. Frír dagur fimmtudagur. Þrjá föstudaga í mánuði er OPIÐ hús kl. 13.30. Oft fáum við góða gesti sem fræða okkur um eitt og annað og drekka með okkur kaffisopa. Og stundum spilum við léttbingó sem gleður. Síðasta föstdag hvers mánaðar er Sokkabandið vinsæll handavinnuklúbbur. Ótal nefndir halda utan starfið, ein góð er ferðanefndin sem býður upp á ferðalög, leikhúsferðir og tónleika eða út að borða. Allt er þetta vinsælt. Erum t.d. að fara milli 40 og 50 manns á tónleika Gunnars Þórðarsonar í Hofi á Akureyri á laugardag.

Nú, eldra fólki er boðið í morgunleikfimi 2 daga í viku í Íþróttahúsinu okkar. Einn dag í viku er sundleikfimi. Allt þetta er vel sótt.  Í félaginu eru um 115 félagar, andinn léttur og góður.  Móttóið er: GAMAN, SAMAN !

Bestu björtustu kveðjur frá Dalvíkurbyggð –

Helga Mattína Björnsdóttir formaður.

Ritstjórn mars 20, 2025 07:00