Er tískan önnur fyrir eldri konur en yngri?

Fatahönnuðir eru löngu búnir að leggja línurnar fyrir tískuna í vetur enda tímabært að klæðast hlýjum flíkum. Við Íslendingar erum ekki fyrr búnir að draga fram eða kaupa sumarföt en vetur er skollinn á og þá vilja margir kaupa nýjar flíkur. En nú bregður svo við að hönnuðir eru orðnir meðvitaðir um loftslagsvána, náttúruna og sóun. Nú hanna þeir flíkur úr náttúruefnum eins og ull, silki og viscose í staðinn fyrir gerviefni og svo er leður líka komið sterkt inn. Þeir hvetja til þess að fólk kaupi vandaðar flíkur þótt þær séu ívið dýrari og láta þær frekar endast lengur. Öllum ber saman um að reynt sé að halda verði niðri eins og kostur er en nú taka allir þátt í barattunni fyrir betri heimi.

Á Íslandi finnum við verslanir sem bjóða upp á það besta frá erlendu fatamerkjunum og margar þeirra bjóða upp á fatnað fyrir allan aldur. Nú eru skilin heldur ekki eins skýr á milli kynslóða hvað fatasmekk varðar og áður. Okkur, sem erum orðin miðaldra, þótti mæður okkar og feður orðnin gömul þegar þau höfðu náð sextugsaldri hvað þá meira. Nú getum við hiklaust klæðst fatnaði sem börn okkar geta líka hugsað sér að klæðast. Við leituðum til nokkurra verslana sem þetta á við um og fengum myndir sem sýna haust- og vetrartískuna í kvenfatnaði. Þessar þrjár verslanir eru allar komnar með heimasíðu og netverslun sem hentar sérlega vel á tímum covid þar sem mörgum þykir betra að geta verslað í gegnum netið en fara á staðinn.

Verslanir sem lánuðu myndir eru Bernharð Laxdal, Skipholti 29b,  www.laxdal.is.en fatnaðurinn frá versluninni er hér fyrir neðan. Er tískan núna aldurslaus?

 

Brúni liturinn er  áberadi hjá Collections, Geirsgötu 4, Rvk.  www.collections.is

 

Vetrartískan Hjá Hrafnhildi, Engjateigi 5, Rvk., www.hjahrafnhildi.is

 

 

Ritstjórn október 30, 2020 09:15