„Og allar þessar gengilbeinur sem tala bara enga íslensku!“

Bókin Pólerað Ísland hefur að geyma ljóð og örsögur efir Ewu Marcinek, pólskan rithöfund sem býr í Reykjavík. Á bókarkápu segir að með húmor og kaldhæðni að vopni lýsi hún raunveruleika ungrar konu sem flytur til Íslands til þess að hefja nýtt líf á nýju tungumáli.

Pólerað Ísland er einkar áhugaverð lesning og hefur líka alvarlegan undirtón þar sem greint er frá sárri reynslu. Unga konan sem er að hefja nýtt líf, vinnur á veitingastað hér og í einni örsögunni segir frá íslenskri víkingakonu sem leggur leið sína þangað.

Hún hefur setið ein í sófanum í einn eða tvo tíma. Hún hefur tvisvar beðið mig um fría ábót á kaffið og ég helli í bollann þótt ég sé ekki viss um að ég eigi að gera það. Sennilega ekki, en lærð kurteisin þrýstir nokkrum dropum af heitu vatni í viðbót í gegnum espressovélina. Til að komast hjá samviskubiti laga ég kaffið með korgi. Hálfkákssiðferði.

„Gerðu svo vel“. Ég legg bollann á borðið fyrir framan hana ljóshærða konu á sextugsaldri. Mjög glæsilega. Íslenska gyðju gæti maður sagt. Víkingakonu með hafnaboltahúfu.

Thank you. Where are you from?“ spyr hún.

„Frá Póllandi“.

„Oh, from Poland. How nice!“. Hún brosir. Fallegt andlit. Sæblá augu. „Dzie-ku-je“.

Ég brosi á meðan ég safna saman diskum. Notuðum servíettum með bleikum varalitablettum. Tannstönglum. Appelsínuberki. Kvennarusli.

„Where in Poland are your from?“.

„Frá Wroclaw í Suðvestur-Póllandi.“ Fyrir nokkrum dögum ákvað ég að tala ekki lengur ensku við viðskiptavini. Ég er að reyna að standa við það.

I´ve been in Gdansk, Warszawa, Kraków. I know a lot of Polish people here. I had a Polish boyfriend.“  Hún bætir við:  „We just broke up“.

Eftir að íslenska gyðjan hefur lýst kynnum sínum af pólska kærastanum sem hún segir bad boy og samskiptum sínum við Pólverja, klykkir hún út með þessu:

Þið pólerandi fólkið eruð svo gott fólk, svo almennilegt. Og duglegt! Eins og hundar. Ég sé að þú ert eins. Ertu hér með fjölskyldunni þinni? Þú átt mann hérna, er það ekki? Nei? Gott hjá þér! Hann hélt framhjá mér. Á Skype. Viltu pæla? Hún var svo ung. Og við að reyna að eignast barn. Hérna, elskan. Þetta er nafnið mitt og símanúmer. Hringdu þegar þú vilt. Finndu mig á Facebook. Ég get hjálpað þér. Við gætum orðið viðkonur, þú veist. Ég fíla ykkur, Pollana“.

Það eru ýmis viðhorf sem mæta erlendri konu sem vinnur á íslenskum veitingastað og þau verða Ewu einnig að yrkisefni í bókinni.

Og allar þessar gengilbeinur sem tala bara alls enga íslensku!

Meira að segja enskan þeirra er léleg.

Hver ræður þær eiginlega?

 

Ritstjórn apríl 22, 2022 12:38