Sameiginleg stefna í kjaramálum eldri borgara

Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara birti nú um áramótin pistil um kjaramál eldri borgara á heimsíðu samtakanna. Þar segir meðal annars: „ Við félagar í LEB – Landssambandi eldri borgara, stjórn þess, kjaranefnd og 55 félög eldra fólks um allt land höfum gengið frá sameiginlegri stefnu í kjaramálum og kynnt hana á fjölmörgum fundum víða um land. Umfangsmesta kynningin var á málþingi í Reykjavík núna í haust sem var mjög fjölsótt og streymt til þúsunda manna um allt land.“

Til málþingsins var boðið þingmönnum, ráðherrum og aðilum vinnumarkaðarins og lögð áhersla á að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægsti launataxti.  Helgi segir: „Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir fyrir þau verst settu, en eins og fram hefur komið er talið að uppundir tuttugu þúsund manns séu við eða undir lágmarksframfærslumöguleikum. Þar höfum við rætt um sérstakt skattþrep, engar skerðingar og að skoðaðar verði sérstakar greiðslur til þeirra sem eru undir almennu framfærsluviðmiði.“

Pistilinn í heild má lesa hér: https://www.leb.is/vid-aramot-fyrrum-felagar-i-samfloti/

Ritstjórn janúar 9, 2024 07:00