Sífellt lægra hlutfall tannlæknakostnaðar endurgreitt

Viðmiðunargjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir tannlækningar, tók gildi í janúar 2003. Til að fylgja verðlagsbreytingum, mældum með vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2003, hefði gjaldskráin þurft að hækka um 90,4 prósent en hefur ekki hækkað nema um 5,9 prósent á tímabilinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari heilbrigðisráðhera, Kristjáns Þórs Júlíussonar við fyrirspurn frá Steinunni Þóru Árnadóttur VG um endurgreiddan kostnað vegna tannlækninga örorkulífeyrisþega.

Flestir eiga rétt á endurgreiðslu

Samkvæmt lögum á meginþorri örorkulífeyrisþega rétt á 75 prósent endurgreiðslu vegna tannlæknakostnaðar samkvæmt viðmiðunargjaldskrá sem Sjúkratryggingar Íslands gefa út. Í svarinu kemur fram að sjö þúsund manns fengu endurgreiðslu árið 2007. Meðaltannlæknareikningurinn var þá 343 þúsund krónur, af því fengust 175 þúsund endurgreiddar frá SÍ eða um helmingurinn. Árið 2014 fengu 9380 endurgreiddan tannlæknakostnað, meðal tannlæknareikningurinn hafði þá hækkað upp í 617 þúsund krónur af því fékk fólk endurgreiddar 195 þúsund eða 31 prósent.snikkuð

Lítið samræmi í verðskrám

Steinunn spurði einnig hvort að viðmiðunargjaldskrá tannlækna væri í öllum tilvikum hærri en viðmiðunarverð Sjúkratrygginga og ef svo væri þá hversu miklu hærri hún væri. Samkvæmt svarinu er viðmunaðarverðskrá Sjúkratrygginga í engu samræmi við verðskrá tannlækna. „Svarið miðast við verð 276 tannlækna samkvæmt reikningum sem SÍ greiddu vegna tannlækninga örorkulífeyrisþega á árinu 2013. Í svarinu eru tannlæknar flokkaðir í tólf flokka eftir hækkandi meðalverði eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu. Verð í lægsta flokknum er 37 prósent hærra en viðmiðunargjaldskrá SÍ og 207 prósent hærra í hæsta flokknum, en að meðaltali er verð tannlækna 125 prósent hærra en gjaldskrá SÍ,“ segir ennfremur í svari heilbrigðisráðherra.

tafla tvötajatvo

Ritstjórn maí 20, 2015 13:53