Sigrast á skilnaðróttanum

„Dögum og vikum saman var ég varla með sjálfri mér. Ég gat ekki einbeitt mér og ég hirti varla um að nærast. Verst var að reyna að sofna á kvöldin. Ég horfði örvæntingarfull út í myrkrið á meðan hugurinn reikaði stjórnlaus. Guð minn góður! Ég veit ekkert hvað ég á að gera! Kemst ég í gegnum þetta? Á þessa lund hefst pistill Mörthu Bodyfelt sem birtist í Huffington Post fyrir nokkrum dögum. Í honum fjallar hún um þær sáru tilfinningar sem vakna þegar fólk skilur á miðjum aldri og hvernig hægt er að vinna sig út úr vandanum. Martha heldur áfram.„Ég hef enga hugmynd um það hvar ég verð í næsta mánuði, hvað þá eftir ár. Hvernig á ég að skipuleggja nokkurn skapaðann hlut? Hvernig á ég að borga fyrir alla hluti? Ég hef aldrei verið svona einmanna. Heimur minn er að hruni kominn og ég er hrædd. Ég man eftir því þegar ég reyndi að einbeita mér í vinnunni en gat það ekki því allt sem ég gat hugsað um var skilnaður, skilnaður og aftur skilnaður. Hvernig kemst ég  af fjárhagslega þegar ég á ekki lengur hlutdeild í tekjum eiginmanns míns? Hvað ef ég verð aldrei söm aftur?“

Við hvað erum við hrædd

Martha segir að slíkar hugsanir séu öllum sem hafa skilið kunnugar. „Sagt er að engin reynsla, önnur en dauði einhvers nákomins, valdi jafn mikilli streitu og skilnaður, en skilnaður veldur streitu sem á sér rætur í óttanum við það að missa stjórn og tök. Við upplifum að allt það sem okkur finnst venjulegt hverfur. En þarf þetta endilega að vera svona? Erum við dæmd til að upplifa einhvers konar andlega lömun á meðan við göngum í gengnum skilnað? Þessu sló niður í hausinn á mér einn morguninn þegar ég var að skríða fram úr rúminu hafandi hvílst í allt of skamma stund. Óttin við hið ókunna hafði rænt mig dýrmætum svefni um nóttina og ég man að ég staulaðist inn á bað og leit úfið hár mitt og bauga undir augum í speglinum. Það var þá sem eitthvað small og einhvers konar innri rödd sagð við mig: Við hvað ertu svona hrædd Martha? Af hverju læturðu svona? Kvíðin og hrædd við allt án þess að gera nokkurn skapaðan hlut til að bæta hlutina?“

Skilnaðaræfingin

Og það var þá sem þessii æfing varð til. Þegar þér finnst að þú sért að detta í djúpu laugina án þess að vita hvað tekur við skaltu gera eftirfarandi:  Skrifðu niður allt sem hræðir þig, Gerðu þetta hvar sem þér hentar, í minnisbók, í tölvuna, í snjallsímann, spjaldtölvuna eða hvar sem er, bara einvers staðar þar sem skrifin eru aðgengileg.  Ekkert er of lítilvægt, heimskulegt eða ósanngjarnt til þess að það megi ekki fara í skrána þína. Sumt af því sem skelfdi mig var eftirfarandi:

  • Ég verð að flytja út af heimili mínu, því eina sem ég hef átt í áravís.
  • Ég verð að borga lögfræðingnum mínum með raðgreiðslum.
  • Ég verð að eyða öllum mínum sparnaði í þetta.
  • Ég verð dæmd af fjölskyldu minni.
  • Vinir mínir sniðganga mig.
  • Ég verð ein án þess að kunna það.
  • Ég veit að ég á eftir að fá taugaáfall í vinnunni og allir þar munu líta á mig eins og geðsjúkling.
  • Ég er hrædd við að byrja uppá nýtt.
  • Ég óttast að ég verðskuldi ekki ást og að ég geti ekki átt i heilbrigðu ástarsambandi í framtíðinni.
  • Ég er hrædd um að verða aldrei hamingjusöm á ný.

Aðrir en ég gætu bætt við:

  • Ég fæ ekki að sjá börnin mín.
  • Börnin munu hugsanlega eiga erfitt með að aðlagast breyttum aðstæðum og munu aldrei ná sér.
  • Hann/hún mun ná öllu af mér og ég mun standa uppi slypp/ur og snauð/ur.
  • Ég hef ekki hugmynd um hvernig á að taka á allri þessari streitu og mun örugglega tapa glórunni.

Finndu lausnir

Skrifaðu þannig upp allt sem þú óttast. Það er allt í lagi þó eitthvað gleymist, alltaf má fara aftur í listann og bæta við síðar. Þetta kostar vinnu en hún á eftir að borga sig. Undir hverjum lið skaltu upphugsa lausn. Og Martha tekur dæmi.

  • Ég verð að flytja út af heimili mínu, því eina sem ég hef átt í áravís.

Ef ég vil búa áfram hérna verð ég að að kanna alla möguleika til þess að það sé hægt. Get ég fengið lán til að kaupa fyrrverandi maka út.  Sé það ekki mögulegt á ég samt alltaf fjölmarga aðra möguleika til að búa mér og börnunum annað heimili. Ég veit líka að það er ég sem ber minningarnar í hjarta mér og ég og börnin munum búa til okkar eigin minningar hvar sem við verðum.

  • Ég verð dæmd af fjölskyldu minni.

Ég ætla  og biðja þau um stuðning. En ég ætla ekki að umgangast fólk sem dregur mig niður vegna skilnaðarins. Ef það gengur ekki ætla ég að leita mér hjálpar hjá sálfræðingi sem gæti kennt mér að draga línur gagnvart fjölskyldunni og til að hjálpa mér að komast yfir sorgina á heilbrigðan hátt.

  • Ég er hrædd við að byrja uppá nýtt.

Ég viðurkenni að það þarf að kyngja miklu núna og að lífið sem var svo þægilegt ákvað að taka aðra stefnu. Hversu ótrúlegt sem það nú virðist er ég samt að fá annað tækifæri, sem er gjöf í sjálfu sér. Já, vissulega verður það skrítið að venjast því að gera allt uppá eigin spýtur og að hætta að hugsa um sjálfan sig sem annan hluta pars. En það að hefja nýtt líf gefur mér tækifæri til þess að verða hamingjusöm/samur og að lifa lífinu á mínum forsendum.Martha segir að um leið og fólk listi það upp sem það óttast og skrifi um leið hugsanlegar lausnir, kyrrist hugurinn og svefnin lagist. Fólk fari að koma einhverju í verk, smátt og smátt hverfi örvæntingin. „Það að horfast í augu við og sigrast á ótta sem orsakast af yfirvofandi skilnaði er hvorki auðvelt né skemmtilegt en þegar upp er staðið er gott að kunna aðferðir eins og þessa til að draga úr streitu svo þú getir hugsað skýrt og haldið lífi þínu áfram og orðið hamingjusöm/samur á ný,“ segir Martha að lokum.

 

 

 

 

Ritstjórn febrúar 3, 2016 10:46