Sinnepshjúpaðar lambamedalíur meistarans

Þessi réttur verður fljótt uppáhald lambakjötsunnandans. Uppskriftin er upphaflega úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar, eins helsta matreiðslumeistara landsins. Með þessari eldunaraðferð verður kjötið svo meyrt að ekki er þörf á sósu. Margir kjósa þó að bera sósu fram með lambakjöti og þá passar sveppasósa mjög vel með.

800 g lambaprime í 2 sm þykkum sneiðum

salt og nýmalaður pipar

olía til steikingar

2 msk dijon sinnep

1 msk brauðrasp

2 msk. ferskt tímían

Bankið steikurnar létt með buffhamri og kryddið með salti og pipar. Steikið í vel heitri olíunni á pönnu í 1 mínútu á hvorri hlið og leggið síðan í ofnskúffu. Blandið sinnepi, raspi og tímíani og penslið steikurnar með blöndunni. Setjið steikurnar í 180°C heitan ofn í 3-4 mínútur og berið þær síðan fram með mörðu kartöflunum og blönduðu grænmeti.

Marðar kartöflur með lárperu

400 g soðnar og afhýddar kartöflur

30 g smjör

1 msk. ferstk kóríander, smátt saxað

salt og nýmalaður pipar

1 lárpera (avocado), afhýdd og steinninn fjarlægður

Setjið allt nema lárperuna í skál og merjið gróflega. Skerið lárperuna í bita og blandið saman við kartöflumaukið.

 

Ritstjórn febrúar 14, 2020 10:06