Á Heilsuveru á svæði hvers og eins eru eftirfarandi upplýsingar:
- Heimasvæði með áminningum og tilkynningum.
- Lyfseðlalisti. Aðgengilegt yfirlit yfir lyfseðla sem eru í lyfseðlaskrá Landlæknis. Einfalt viðmót til að óska eftir endurnýjun á ákveðnum lyfjum gegnum vefinn án þess að þurfa hringja inn eða koma á heilsugæslu.
- Yfirlit yfir bólusetningar sem þú hefur fengið samkvæmt bólusetningarskrá Sóttvarnalæknis.
- Þægilegt viðmót til að bóka viðtalstíma læknis á þinni heilsugæslustöð. Nauðsynlegt er að vera skráður á stöðina til að geta bókað.
- Fyrirspurnir. Nokkrar stöðvar eru byrjaðar að bjóða upp á einfaldar fyrirspurnir fyrir skjólstæðinga sína.
Tímapantanir
Þeir sem eru á heilsugæslustöðvum sem eru byrjaðar að nota Heilsuveru geta þannig pantað tíma og endurnýjað ákveðin lyf í gegnum vefinn.
Heilsugæslan Árbæ, Heilsugæslan Efra-Breiðholti, Heilsugæslan Fjörður, Heilsugæslan Hamraborg, Heilsugæslan Grafarvogi, Heilsugæslan Mjódd, Heilsugæslan Sólvangi og Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ eru dæmi um stöðvar sem bjóða að auki upp á einfaldar fyrirspurnir í gegnum Veru.
Þeir sem vilja skoða sitt vefsvæði á Heilsuveru, þurfa að skrá sig inn á vefinn og á forsíðu hans eru skilmerkilegar leiðbeiningar um hvernig það er gert. Á Heilsuveru er einnig að finna greinar um áhugavert efni sem tengist heilsu og heilbrigði. Smelltu hér til að skoða Heilsuveru.