Smørrebrødsveisla án fyrirhafnar

Stundum getur verið gaman og þægilegt að hitta vini eða vandamenn, án þess að þurfa nokkuð að hafa fyrir því. Fyrir þá sem finnst gaman að smakka smørrebrød, má benda á að það er hægt að kaupa slíkt góðgæti í Hagkaup, bæði í Kringlunni í Reykjavík og í Garðabæ og bjóða uppá heima. Hugsanlega fæst það í fleiri Hagkaupsbúðum, en það er merkt Sælkeraborð Hagkaups. Þetta eru fjórar tegundir smørrebrøds, eins og sést hér á myndinni til vinstri. Smørrebrød með hangikjöti, smørrebrød með rækjum, smørrebrød með reyktum laxi og smørrebrød með roastbeef. Hverri brauðsneið er pakkað í sérstakan bakka með loki og sósa í litlu boxi fylgir með.

Smørrebrød Hagkaups er líka kjörið ef vinir boða komu sína í heimsókn með litlum fyrirvara. Bara að skjótast í búðina. Hérna á síðunni sjást  myndir af þessu lystuga brauði, en blaðamaður Lifðu núna prófaði þetta sjálfur.

Umbúðirnar eru mjög handhægar og ekki hætta á að girnilegt brauðið verði fyrir hnjaski

Bauð vinum í mat fyrir leikhúsferð, kom við í Hagkaup og keypti brauðið, átti bjór/pilsner í skápnum og málið dautt. Mjög ljúffeng máltíð án nokkurrar fyrirhafnar,  ef menn eru til í að borga fyrir það. Að smyrja brauðið heima er auðvitað ódýrari  kostur fyrir þá sem kunna það og hafa tíma til þess. Brauðsneiðin tilbúin í Hagkaup kostar 995 krónur. Fjórar brauðsneiðar kosta því 3980 krónur.  Tvímælalaust ódýrara þó, en að kaupa smørrebrød á veitingastað.

Ritstjórn júlí 27, 2018 12:23