Að höndla hamingjuna

Til að vera hamingjusöm þurfum við að eiga í nánum samböndum, við þurfum að hafa það á tilfinningunni að við tilheyrum einhverjum. Við þurfum að geta stutt við bakið á öðrum og þegið stuðning þegar við þurfum á honum að halda. Sterk sambönd eru lykillinn að hamingjusömu lífi, segir rithöfundurinn Gretchen Rubin en hún hefur gefið út nokkrar bækur um hamingjuna og hvernig megi öðlast innihaldsríkara líf.

Að vera einn og vera einmana er ekki sami hluturinn. Við getum verið einmana innan um annað fólk ef við náum ekki að tengjast því. Að mínu mati eru til nokkrar tegundir af einmanaleikatilfinngu, segir Rubin.

Einn á nýjum stað. Fólk flytur eitt til staða þar sem það þekkir engan til dæmis vegna þess að það fær nýja vinnu eða fer í nám fjarri heimaslóðum. Allt er nýtt, fólk og umhverfi og þér finnst þú vera einmana af því engin þekkir þig og þínar þarfir og þú þekkir engan.

Ég er öðruvísi. Fólki líður oft eins og það sé aleitt í heiminum ef það er með hópi fólks sem deilir allt öðrum skoðunum en það sjálft. Þú ert innan um fólk sem hefur áhuga á útivist en þú hefur engan áhuga á slíku eða öfugt. Eða ert innan um fólk sem hefur allt aðrar skoðanir á stjórnmálum en þú. Það getur verið erfitt að tengjast hópnum ef skoðanir og áhugamál eru gjörólík og fólk finnur fyrir einmanakennd.

Makalaus. Jafnvel þó fólk eigi góða fjölskyldu og vini þá er það oft einmana þegar allir aðrir en það sjálft hefur fundið sér maka. En jafnvel þó þú eigir maka eða kærasta getur fólk upplifað sig mjög einmana ef samkomulagið er slæmt og fólk nær ekki að tengjast. Þú býrð einn og saknar þess að hafa engan til að hanga með heima. Þú umgengst fjölda fólks í vinnunni og átt vini sem fara með þér út. En það er enginn sem bíður eftir að þú komir heim.

Gæludýr bönnuð. Margt fólk hefur djúpstæða þörf fyrir að eiga gæludýr. Það tengist dýrunum oft sterkari böndum en fólki. Ef fólk neyðist til að búa þar sem það getur ekki haft dýr í kringum sig fyllist það oft miklum einmanaleika.

Vinsamlegt fólk. Stundum er fólk umkringt fólki sem er vinsamlegt en vill ekki stofna til nýrra vináttusambanda. Kannski eru það of önnum kafið í sínu daglega amstri eða það á marga vini og langar ekki að stofan til nýrra vináttusambanda. Vinir þínir eru ef til vill að breyta um kúrs í lífinu skipta um starf eða komnir í nýja sambúð. Þeir hafa ekki sama tíma til að umgangast þig og áður þetta getur valdið því að þér finnst þú einn og einmana.

Skortir traust. Þú ert einmana vegna þess að þér finnst þú ekki geta treyst vinum þínum. Traust er mikilvægt í vináttusamböndum. Þess vegna getur verið að þér finnist þú einmana jafnvel þó þú eigir fullt af vinum sem vilja fara með þér út að skemmta sér. En þegar kemur að því að þér vantar aðstoð frá þeim þá eru þeir ekki til staðar og ljúga upp einhverjum afsökunum.

Það er mikilvægt að átta sig á því af hverju við teljum að við séum einmana, segir Rubin. Ef við gerum það ekki getum við ekki bætt ástandið. Einmanaleiki getur leitt til þunglyndis og því er svo mikilvægt að leita til einhvers og breyta því sem þarf að breyta í eigin fari.

 

Ritstjórn maí 9, 2019 07:34