Tengdar greinar

Söngurinn hefur áhrif á hjartað og lengir lífið

Það eru ótrúlega margir Íslendingar sem syngja í kórum og kórastarf hefur löngum verið blómlegt hér. Á vefnum hjartalif.is er áhugaverð grein um áhrif tólistar á hjartað. Þar segir meðal annars um kóra og söng:

Reglulegar raddæfingar geta jafnvel lengt lífið samkvæmt rannsókn sem unnin var af söngkonunni og raddþjálfanum Helen Astrid frá Helen Astrid söngakademíunni í London. „Söngur er frábær leið til að halda sér í formi af því að þú ert að æfa lungun og hjartað. Ekki bara það, líkaminn framleiðir vellíðunarhormónið endorfín sem þýtur um líkamann þegar þú syngur. Það er nákvæmlega það sama og þegar þú borðar gott súkkulaði. Góðu fréttirnar eru að með söngnum færð þú engar hitaeiningar!“

Söngur stuðlar jafnvel að lengra lífi samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Harvard og Yale Háskólanna sem sýndi að kórsöngur jók lífslíkur íbúa New Haven í Connecticut. Í skýrslu þeirra um niðurstöðurnar kom fram að þetta væri líklega vegna þess að söngur stuðlaði bæði að heilbrigðu hjarta og bættri andlegri líðan

Í annarri rannsókn við háskólann í Kaliforníu kom í ljós að hækkun varð á ónæmissvörun í munnvatni af völdum próteinsins choristers eftir að sungin hafði verið flókin meistaraverk eftir Beethoven.

Tónlistin hefur áhrif á hjartsláttartíðni

Björn Vickhoff, sem leiddi rannsókn við háskólann í Gautaborg í Svíþjóð um tónlist og vellíðan telur einnig að söngur hafi jákvæð áhrif á heilsuna. Rannsóknin hans sýndi fram á hvernig tónlistinn og uppbygging hennar hafði áhrif á hjartsláttartíðni félagsmanna í kór.

„Söngur er góður fyrir heilsuna. Rannsóknir okkar benda til þess að söngurinn hafi góð áhrif á hjartað. Mikil þörf er fyrir frekari rannsóknir á þessu sviði svo sem um langtíma áhrif söngs í kór á hjartaheilsu.“
Þannig að, haltu hjarta þínu heilbrigðu, andanum glöðum og haltu áfram að syngja. Það er góð hugmynd að syngja fyrir hjartað.

Til að lesa greinina alla á Hjartalíf.is smelltu hér.

Ritstjórn maí 3, 2023 07:00