Hrafn Magnússon fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða skrifaði þessa færslu á Facebook í dag:
Eldri borgurum er nánast gert ókleift að geyma sparifé sitt inn á bankabókum. Sparnaður eldra fólks er mikilvægur. Hann er hugsaður til að mæta óvæntum útgjōldum, svo sem vegna viðhalds húsnæðis eða bifreiðar, svo nærtæk dæmi séu tekin.
Einnig vilja eldri borgarar líkt og annað fólk getað lifað innihaldsríku lífi, farið til útlanda, í leikhús og sinnt ōðrum menningarviðburðum.
Þá er rík þörf hjá eldri borgurum að eiga í handraðanum sparifé sem grípa má til, ef hjálpa þarf bōrnum eða barnabōrnum vegna óvæntra áfalla, svo sem vegna langvarandi veikinda eða fjárhagsvandræða.
Sparnaður eldra fólks er hins vegar í mōrgum tilvikum þrískattlagður.
Í fyrsta lagi eru vextir af tékkareikningum langt undir verðbólgunni eða 0,05 %.
Heiðursmerki Íslandsbanka bera t.d. þó 2,8 % nafnvexti eða 0,4 % raunvexti. Verðbólgan er í dag talin vera 2,4%.
Í ōðru lagi er fjármagnstekjuskatturinn 22% af nafnvōxtum. Skatturinn er því líka tekinn af verbólgunni. Raunvextir af ofangreindum reikningi Íslandsbanka verða því í raun neikvæðir um 0,2%.
Í þriðja lagi lækka eftirlaunin hjá almannatryggingum um 45% af vaxtatekjunum.
Nafnvextirnir góðu hjá Íslandsbanka sem áttu að vera 2,8% verða því 0,9% eða 1,5% neikvæðir raunvextir.
Ég býst við því að aðrir bankareikningar, sem sniðnir eru fyrir eldri borgara séu sambærilegir og Heiðursmerki Íslandsbanka.
Lokaályktunin er því þessi:
Margir eldri borgarar búa við þrískōttun vaxta. Þeir eru einu þjóðfélagshóparnir á Íslandi sem þurfa að sæta þessum afarkostum.