Stjórnamálaflokkarnir eru farnir að undirbúa kosningarnar í lok október og eru farnir að sýna á spilin, hvað varðat stefnuna í málefnum eftirlaunafólksins í landinu. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur lýst yfir því að það styðji ekki almannatryggignafrumvarp velferðarráðherra óbreytt og vill að lægstu eftirlaun verði þau sömu og samið var um í síðustu kjarasamningum, eða að þau fari í 300.000 krónur í áföngum. Félagið vill einnig skerðingarnar í almannatryggingakerfinu burt. Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún gagnrýnir lægstu eftirlaunagreiðslur ríkisins sem nægja ekki fyrir nauðsynjum eða mannsæmandi lífi. Þessu vill flokkurinn breyta.
Annars vegar þarf að laga slæma stöðu þeirra sem eiga í fjárhagserfiðleikum, en það þarf líka að huga að þeim sem komnir eru á eftirlaunaaldur en búa við góða heilsu og kost. Báðir hópar krefjast breytinga.
Við ætlum að sjá til þess að eftirlaun hækki í skrefum upp í 300.000 kr. mánaðargreiðslur að lágmarki. En það er ekki nóg eitt og sér. Því til viðbótar ætlum við að koma á sveigjanlegum starfslokum svo að þeir sem hafa til þess löngun og getu megi vinna lengur en nú. Það þarf líka að einfalda kerfið sem ákvarðar greiðslurnar. Í dag er of flókið að skilja útreikningana og fólk á þar af leiðandi í erfiðleikum með að gæta réttar síns. Svokallaðar krónu á móti krónu skerðingar munum við afnema. Í stuttu máli ætlum við að gera þetta:Hækka lágmarksgreiðslur.
Greiða út hækkun frá 1. maí í ár.
Koma á sveigjanlegum starfslokum.
Einfalda almannatryggingakerfið.
Afnema krónu á móti krónu skerðingar.Við höfum efni á þessum breytingum og getum hafist handa strax. Nýtt og einfaldara kerfi, hækkun lágmarksgreiðslna í átt að 300.000 kr. lágmarki og afturvirkar greiðslur frá 1. maí í ár – líkt og lagt var til við síðustu fjárlagagerð en stjórnarliðar felldu – kostar ríkissjóð samtals um það bil 15 milljarða króna. Það er vel viðráðanlegt.
Í lok greinarinnar segir Oddný að með réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar sé þetta allt mögulegt. Það sé forgangsmál að sýna eldra fólki þá virðingu sem það eigi skilið eftir langa starfsævi og tryggja því betri kjör.