Svona erum við um jólin

Ýmsir þættir sem snúa að jólahaldi Íslendinga eru reglulega kannaðir í Þjóðarpúlsi Capacent. Hér eru helstu niðurstöðurnar.

Rúmlega 98 prósent  fullorðinna Íslendinga gefa gjafir á jólum.

Nær 87 prósent Íslendinga eru með jólatré.

Ríflega 72 prósent fullorðinna Íslendinga styrkja góðgerðarmálefni fyrir eða um jólin.

Um 64 prósent Íslendinga baka smákökur.

Tæplega 64 prósent gera aðventukrans.

Rúmlega 63 prósent senda jólakort með hefðbundnum pósti.

Rúmlega 57 prósent  eru með aðventuljós.

Ríflega 55 prósent fara á jólahlaðborð fyrir jólin.

Tæplega 41 prósent fara á tónleika.

32 prósent föndra.

Um 30 prósent fara á jólaball.

Tæplega 30 prósent skera út laufabrauð fyrir jólin.

Rúmlega 13 prósent landsmanna búa til konfekt fyrir hátíðarnar.

Byggt á netkönnun Capacent Gallup sem birt var í janúar í fyrra. Í úrtakinu voru 1.387 manns átján ára og eldri af öllu landinu valdir af handahófi úr viðhorfahópi Capacent Gallup. Svarhlutfall var 62,2 prósent.

Ritstjórn desember 17, 2014 11:55