Sjón gleraugnaverslunin hefur um árabil verið rekin af hugsjón austurríska sjóntækjafræðingsins Markusar Klinger en hann vildi veita öllum þá sjálfsögðu þjónustu að sjá vel. Nú er sonur hans Viktor tekinn að standa vaktir í versluninni og sinna sjónmælingum. Fyrirhuguð er ferð austur á firði til að koma til móts við fólkð sem þar býr og gefa því færi á að fara í sjónmælingu hjá sjóntækjafræðingi.
„Tilgangur ferðarinnar er að þjónusta fólkinu á landsbyggðinni með sjónmælingum og gefa því færi á að skoða mikið úrval af hágæða gleraugum,“ segir hann. „Við höfum veitt þessa þjónustu í ríflega aldarfjórðung.“
Sjón er landsþekkt fyrir frábæra þjónustu og gríðarlegt úrval af alls konar vörum sem viðkoma sjón og umhirðu gleraugna og lensa. Hversu oft farið þið í slíkar ferðir? „Við reynum að fara á 2-3mánaðar fresti á alla landshluta,“ segir Viktor.
Fá frábærar móttökur
Nú er löng bið eftir að komast að hjá augnlæknum og fáir sjóntækjafræðingar starfandi úti á landi. Hvernig tekur fólk á móti ykkur?
„Fólk er hæst ánægt með okkar þjónustu og tekur mjög vel á móti okkur.“ En Viktor er sjálfur ánægður með að hafa tækifæri til að nálgast viðskiptavinina á þennan hátt. Gefa þeim færi á að fá þjónustu í sinni heimabyggð, á heimavelli.
Við höfum heyrt að hvergi sé meira úrval af umgjörðum og hjá ykkur og þeir sem vilja skapa eigin stíl geti leitað í retro-umgjörðum, framleiddum í Evrópu, m.a. frá merkjum eins og Dior. Hvernig fer val á umgjörðum fram í ferðum úti á landi?
„Við reynum að taka eins mikið af umgjörðum og við getum með okkur út á land þannig úrvalið er yfirleitt mjög gott þar líka. Við pössum okkur alltaf að taka nýjustu tísku með okkur svo landsbyggðin fái að njóta nýjustu stefna og strauma tískunnar. Starfsfólkið okkar er sérþjálfað í finna gleraugu sem henta fyrir ákveðin andlitsföll og sjóntækjafræðingameistarar eru sérþjálfaðir í að finna réttu glerin sem henta hverjum og einum.“ segir hann að lokum.
Þeir sem vilja panta tíma fyrirfram í sjónmælingu geta hringt í síma 511 6699 eða sent tölvupóst á netfangið sjon@sjon.is