Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag, um laun aldraðra og öryrkja undir fyrirsögninni Laun hafa hækkað miklu meira en lífeyrir TR. Í greininni segir:
Lögum samkvæmt á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka í samræmi við hækkun launa en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Mikill misbrestur hefur orðið á því að þessu lagaákvæði væri fylgt. Lífeyrir hefur dregist aftur úr í launaþróun.Laun hafa hækkað margfalt meira en laun.
Björgvin rekur síðan þróun launamála síðustu árin, og segir launahækkanir hafa verið á bilinu 13-44% á meðan lífeyrir hafi hækkað um 3%. Hann bendir á að árið 2015 hafi orðið miklar almennar hækkanir. Efling og fleiri verkalýðsfélög hafi samið um hækkun í maí 2015 sem fól í sér 40% launahækkun á þremur árum, 2015-2018 og Björgvin heldur áfram.
Framhaldsskólakennarar sömdu um 44% hækkun launa á þremur árum, grunnskólakennarar sömdu um 33% launahækkun á þremur árum og 11% hækkun til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar,læknar sömdu um 25-40% launahækkun á þremur árum, hjúkrunarfræðingar fengu 23,9% hækkun á fjórum árum, BHM 13% á tveimur árum, mjólkurfræðingar 18% hækkun og svo mætti áfram telja. Þessi launaþróun leiddi í ljós 13-44% launahækkun á umræddu tímabili. Á sama tíma og þetta gerðist fengu aldraðir og öryrkjar 3% hækkun. M.ö.o.: Það var farið á svig við lagaákvæðið. Lífeyrir fylgdi ekki launaþróun.
Síðar í greininni bendir Björgvin á að laun þingmanna, embættismanna og ráðherra hafi hækkað miklu meira á umræddu tímabili en almenn laun. Þannig hafi laun þingmanna hækkað um 70% á árunum 2015 og 2016. Laun háttsettra embættismanna hafi svo hækkað um allt að 48% með úrskurði kjararáðs 2016. Hækk-
anirnar voru afturvirkar í 18 mánuði.
Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að aldraðir og öryrkjar hafa verið skildir eftir í kjara- og launaþróun. Lög hafa verið brotin á þeim. Það hefur verið níðst á öldr-uðum og öryrkjum í kjaramálum. Það er ekki unnt að orða það á annan hátt. Aldraðir og öryrkjar geta ekki sætt sig við slíka meðferð lengur. Mál er að linni
segir Björgvin að lokum.