Sóttvarnalæknir hefur í samráði við heilbrigðisráðherra ákveðið hvaða hópar munu njóta forgangs við bólusetningu við Covid 19. Eins og fram hefur komið í fréttum er bólusetningin hafin og ekki úr vegi að rifja upp í hvaða röð ákveðnir hópar verða bólusettir, en þessar upplýsingar eru fengnar af vefnum Covid.is
Hópur 1
Heilbrigðisstarfsfólk og annað starfsfólk sem starfar á bráðamóttökum og gjörgæsludeildum sjúkrahúsa Landspítala og gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Hópur 2
Heilbrigðisstarfsfólk á COVID-19 göngudeild og legudeildum fyrir sjúklinga sem smitast hafa af COVID-19.
Hópur 3
Einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa.
Hópur 4
Sjúkraflutningamenn, bráðatæknar, starfsmenn Landhelgisgæslunnar, starfsmenn slökkviliðsins, fangaverðir, útkalls lögreglumenn.
Hópur 5
Heilbrigðisstarfsfólk sem sinna sjúklingum með beinum hætti og nauðsynlegt er að fái bólusetningu.
Hópur 6
60 ára og eldri.
Hópur 7
Einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma sem eru í sérstökum áhættuhópi.
Hópur 8
Starfsfólk leik- grunn- og framhaldsskóla og tiltekið starfsfólk félags- og velferðarþjónustu.
Hópur 9
Einstaklingar sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra- og efnahagslegra aðstæðna.
Hópur 10
Allir aðrir sem óska bólusetningar.