Hvað eigum við að gera við öll þessi rifsber?

Nú sligast tré og runnar af berjum sem Íslendingar hafa nýtt í holla og gómsæta rétti öldum saman. En nú er ,,öldin önnur“ og við getum látið aðra búa allt til fyrir okkur og keypt það bara úti í búð. Þar með glatast kunnáttan því miður en hér er uppskrift að gómsætum rifsberjamúffum sem einfalt er að gera og fara vel með sunnudagskaffinu.

Rifsberjamúffur:

4 dl hveiti

1 dl sykur

1 tsk. vanillusykur

1 1/2 tsk. lyftiduft

10 g smjör, brætt

2 egg

1-2 msk. sítrónusafi

2 dl hrein jógúrt

1-2 dl rifsber, eftir smekk

Blandið saman hveiti, sykri, vanillusykri og lyftidufti og bætið bræddu smjöri, eggjum, sítrónusafa og jógúrt saman við og hrærið varlega þar til deigið er orðið jafnt og slétt. Bætið rifsberjunum saman við og skiptið deiginu í múffuform og bakið í 15 mínútur við 200 *C.

 

Ritstjórn september 2, 2022 11:35