Kaffiostaterta sælkerans!

Ostatertan með kaffibragðinu er úr annarri vídd, hún er svo bragðgóð. Þessi terta er líka einföld í undirbúningi en í þessu tilfelli var keyptur tilbúinn tertubotn sem fæst í stórmörkuðum. Hann má auðvitað baka sjálfur ef fólk vill en þetta er einfaldur súkkulaðibotn.

3 dl rúsínur

dl kaffilíkjör

400 g rjómaostur

1 1/2 dl flórsykur

1/2 l rjómi, léttþeyttur

1 1/2 dl kaffilíkjör

1 1/2 dl sterkt kaffi

6 matarlímsblöð

brúnn tertubotn, fæst tilbúinn

kaffibaunir og kakó til skrauts ef vill

Leggið rúsínurnar í bleyti í 1 dl af líkjörnum yfir nótt. Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í 5 mínútur. Takið þau upp úr vatninu og bræðið í heitu kaffinu. Þeytið saman rjómaost og flórsykur. Blætið kaffiblöndunni og 1 1/2 dl af líkjör saman við. Léttþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við  blönduna. Setjið brúna tertubotninn í lausbotna hringform. Setjið rúsínunum yfir botninn og hellið fyllingunni ofan á. Skreytið tertuna með því að strá kakói yfir hana í gegnum sigti og sáldrið kaffibaunum ofan á. Gott er að láta tertuna standa í ísskáp yfir nótt svo hún stífni vel.

Ritstjórn mars 18, 2022 13:36