Hvað fá afi og amma að borða?

Hvað fá eldri borgarar á höfuðborgarsvæðinu að borða sem kaupa tilbúinn mat af hinu opinbera. Lifðu núna ákvað að skoða hvað væri boðið uppá. Á vef Reykjavíkurborgar eru birtir matseðlar fyrir vikuna bæði fyrir þá sem kjósa að borða á Vitatorgi við Lindargötu eða í félagsmiðstöðvum sem reknar eru á vegum borgarinnar og  líka þá sem kjósa að fá matinn sendan heim. Matseðlar vikunnar líta þannig út.

Vikumatseðill á félagsmiðstöðvum og á Vitatorgi

Mánudagur: Rauðspretta í raspi með remólaði, salati  og  kartöflum.Tómatsúpa

Þriðjudagur: Kindabjúgu með  kartöflum í jafningi  og grænum baunum. Tær súpa

Miðvikudagur: Kjötbollur með brúnni sósu, grænmetisblöndu og kartöflum. Lauksúpa

Fimmtudagur: Nætursöltuð ýsa með kartöflum, rófum, smjöri og rúgbrauði. Kakósúpa og tvíbökur

Föstudagur: Ofnbakaðar grísasneiðar í soðsósu með brúnuðum kartöflum og soðnu grænmeti. Jarðhnetusúpa

Laugardagur: Steikt ýsa með dillkartöflum, jógúrtsósa og spergilkál. Súpa dagsins

Sunnudagur: Kryddlegin kjúklingalæri, kartöflubátar,salat og austurlensk sósa. Frómas með ávöxtum

Heimsendur matur í Reykjavík

Mánudagur: Fiski lasagne með paprikusósu, kartöflum og salati. Grænmetissúpa

Þriðjudagur: Lambasnitsel með soðnum kartöflum, kryddsmjöri og rauðkáli. Kokteilávextir og þreyttur rjómi

Miðvikudagur: Rauðspretta í raspi með remólaði, salati og kartöflum. Tómatsúpa

Fimmtudagur:  Kindabjúga með kartöflum í jafningi og grænum baunum. Tær súpa

Föstudagur: Kjötbollur með brúnni sósu, grænmetisblöndu og kartölfum. Lauksúpa

Laugardagur: Nætursöltuð ýsa með kartöflum, rófum smjöri og rúgbrauði .Kakósúpa

Sunnudagur: Ofnbakaðar grísasneiðar í soðsósu með brúnuðum kartöflum og soðnu grænmeti. Jarðhnetusúpa

Máltíðin kostar 775 krónur, þeir sem kjósa að fá matinn sendan heim greiða heimsendingargjald sem er 210 krónur.

 

Það er líka hægt að finna matseðil fyrir þá sem kjósa að kaupa mat hjá Mosfellsbæ á heimasíðu bæjarins.

Þetta er í matinn í Mosfellsbæ þessa vikuna.

Mánudagur: Fiskibúðingur, kartöflur, blómkál og feiti. Makkarónusúpa

Þriðjudagur: Hakkréttur, kartöflur, grænmeti, hrásalat og sósa. Aspassúpa

Miðvikudagur: Steiktur fiskur, kartöflur, gulrætur og laukfeiti. Kjúklingasúpa

Fimmtudagur: Lambabjúgu, kartöflur, gulrætur og grænar baunir, jafningur. Brauðsúpa með rjóma

Föstudagur: Appelsíngljáður grísahnakki, rauðkál, brúnaðar kartöflur og  sósa. Búðingssúpa með saft

Laugardagur: Soðinn fiskur, kartöflur, gulrætur og sósa. Grjónagrautur með kanilsykri

Sunnudagur: Lambasnitsel, steiktar kartöflur, brokkálsmix og sósa. Sveppasúpa

 

 

 

Ritstjórn febrúar 1, 2018 06:36