Í næstu verður spennandi dagskrá í Hannesarholti. Um er að ræða fjölbreytta og áhugaverða viðburði sem vert er að skoða.
Snorri Ásmundsson fjöllistamaður heldur sína árlegu jólatónleika í Hannesarholti fimmtudaginn 5.desember kl.20. Í heimi klassískrar og samtímapíanótónlistar hefur Snorri Ásmundsson getið sér orð sem einn af áræðinustu og framsæknustu píanóleikurum í heiminum. Snorri sem er einmitt gjarnan sagður færasti píanóleikari í heiminum er ekki aðeins þekktur fyrir tæknilega leikni og virtúósíu, heldur einnig fyrir einstaka nálgun sína og flutning, hann hefur töfrandi áhrif á áhorfendur með nærveru og framkomu sinni. Hann blandar saman hefð, framúrstefnu og hefur einstakt lag á að skapa einstakar upplifanir. Miðar á tix.is
Föstudagskvöldið 6. desember mun tónlistarmaðurinn Andri Ásgrímsson frumflytja verk sitt „adrie íem“ ásamt vel völdum vinum í Hannesarholti.
Andri Ásgrímsson á að baki feril með hljómsveitumum Leaves, Náttfari. Rif, Stafrænn Hákon, Kíra Kira ásamt tveimur sólóplötum undir eigin nafni.Nú er blásið til útgáfutónleika vegna þriðju sóló plötunnar.
Andri mun leika m.a. á flygil/hljómborð, Arnljótur Sigurðsson á þverflautu, Freysteinn Gíslason á bassa og Emilía Benidikta Gísladóttir mun dansa en hún hefur verið einn okkar fremsti nútímadansari síðastliðin ár og hefur m.a dansað með spænska konunglega dansflokknum. Arnar Guðjónsson(Leaves, Warmland) sér um hljóðblöndun.
Tónleikarnir hefjast kl. 20, miðar á Tix.is
Ingibjörg Steingrímsdóttir heldur jólatónleikar laugardaginn 7.desember kl.20. Ingibjörg hyggst endurtaka leikinn frá vel heppnuðum jólatónleikum fyrir ári síðan. Meðal efnis verða ýmis lög af væntanlegri plötu Ingibjargar frumflutt. Með henni á tónleikunum verða söngkonan Zoë Vala Sands og sellóleikarinn Yana Prykhodko. Miðasala á Tix.is