Verið velkomin á Árbæjarsafn sunnudaginn 10. ágúst kl. 13–16.
Þá vaknar þorpið til lífsins á safninu og gestir fá að kynnast fjölbreyttum störfum og daglegu lífi í þorpum fyrri tíma.
Gestir munu e.t.v. geta fylgst með þvotti þvegnum á gamlan máta, sem og lyktað af nýbrenndum kaffibaunum. Þá mun harmonikkuleikur óma um þorpið.
Dillonshús Café verður opið og býður upp á ljúffengar veitingar í notalegu umhverfi.
Öll velkomin!