Gómsæti partímaturinn!

8 hveititortillur

2 chilialdin

200 g mozzarellaostur, rifinn

100 g fetaostur

12-16 góðar ólífur, steinalausar

3 msk. kóríanderlauf, saxað

4 msk. olífuolía

1 tsk. paprikuduft.

Hitið ofninn í 200 gráður. Saxið chilialdinin í matvinnsluvél og hafið fræin með. Bragðið er mest í fræjunum. Látið mozzarellaostinn, getaostinn, ólífurnar og kóríanderlaufin saman við og látið vélina ganga þar til allt er orðið að grófgerðu mauki. Látið fjórar tortillur á pappírsklædda ofnplötu, smyrjið maukinu á og leggið hinar tortillukökurnar ofan ál. Blandið ólíu og paprikudufti saman og penslið torillurnar vel. Leggið álpappírsörk yfir og bakið í miðjum ofni í 5 mínútur. Fjarlægið álpappírinn og bakið áfram í 5 mínútur eða þar til tortillurnar eru farnar að taka lit. Takið þær þá úr ofninum og skerið hverja tortillu í 4-8 geira. Þennan rétt má bera fram sem forrétt eða með salati sem léttan hádegisverð. Svo er hann sígildur sem partíréttur og slær alltaf í gegn sem slíkur.