Tengdar greinar

Kjúklingabaunabuff með kóríanderpestói og sætum kartöflum

Réttur fyrir fjóra

8 kjúklingabaunabuff, t.d. frá Móður náttúru

ferskt salat

2 msk. ólífuolía

2 sætar kartöflur, skornar í bita

salt og pipar

Hitið ofninn í 180°C og raðið sætu kartöflubitunum á plötu. Hellið olíunni yfir og bakið í 30-40 mínútur. Meðhöndlið buffin samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Berið buffin fram með sætu kartöflunum, salati og kóríanderpestói (sjá uppskrift)

ferskt kóríander, u.þ.b. 3 lúkur, má skipta út fyrir basil ef vill

2 hvítlauksrif

50 g furuhnetur

50 g parmesanostur

1 1/2 dl ólífuolía

1 tsk. hunang

salt og pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Grænu kryddjurtirnar eins og kóríander og basil gera litinn á  sósunni unaðslega fallegan og sósuna sérlega lystuga. Fyrir utan það er vitað að litsterkt grænmeti er sérstaklega hollt svo þegar við getum innbyrt hollustuna á svona einfalda hátt er lífið ljúft!

 

 

Ritstjórn maí 11, 2020 08:00