Veitingahúsið Röðull var gríðarlega vinsælt á sínum tíma. Helga Marteinsdóttir var 66 ára þegar hún tók við rekstri hússins og bryddaði uppá þeirri nýjung að vera með kalt borð fyrir ball.
Það er um hálf öld síðan bítlaæðið svokallaða greip um sig. Háværar hljómsveitir ærðu unga fólkið á tónleikum. Strákar söfnuðu hári og Óttar Hauksson sá kvikmyndina A Hard Days Night þrjátíu sinnum.