Aldrei of seint að gifta sig

Það var skemmtileg frétt í hollenskum fjölmiðlum á dögunum um par sem var að gifta sig og var 85 og 94 ára. Þau komu af þessu tilefni fram í sjónvarpi. Þar sögðu þau að maður væri aldrei of gamall til að gifta sig og þáttastjórnandinn bætti við að þau væru ástfangin upp fyrir haus. Þetta var ekki langt samtal en þegar konan var spurð hvert svar hennar væri, svaraði hún „Verð að spyrja mömmu“ og skellti uppúr. Spyrillin sagði svo „Ástin geislar af ykkur?“. Konan játti því og sagði „ Enda gerir maður þetta ekki að gamni sínu.“ Svo sögðust þau ætla að halda veislu við mikinn fögnuð viðstaddra.

Sjá myndband hér.

 

Ritstjórn febrúar 11, 2015 16:29