Fók finnur ástina á öllum aldri

Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Flest búumst við til að mynda við að ef við finnum maka, sem við elskum, að hann eldist með okkur og lifi álíka lengi og við sjálf. Fólk missir hins vegar maka sína á öllum aldri og margir standa uppi einir á besta aldri eða í kringum sextugt. Marga langar að kynnast nýjum félaga eða vini hvort sem það leiðir til sambúðar eða hjónabands.  Margir leita að nýjum félaga á stefnumótavefjum.  Á Íslandi eru starfræktir nokkrir slíkir og því ekki að skoða þá.

Það er sama á hvaða aldri fólk er það er alltaf gott að stíga út fyrir þægindarammann. Stefnumót eru ekki geimvísindi og þau eru til þess ætluð að fólk skemmti sér og hafi gaman að því að kynnast einhverjum nýjum eða nýrri.

En fólk þarf  að vera tilbúið að gefa af sér ef stefnumót á að heppnast sem skyldi. Ekki fara á stefnumót og ætla bara að spyrja spurninga en gefa ekkert upp um sjálfan sig.

Aldur er bara tala á blaði hafðu það hugfast. Fólk er hvorki eldra eða yngra en því finnst það sjálft vera. Ef ykkur langar á stefnumót gerið það þá með opnum huga en ekki velta því fyrir ykkur að þið séuð orðin allt of gömul til að gera þetta eða hitt.

Sumir hafa áhyggjur af því að þeir séu ekki lengur aðlaðandi í augum hins kynsins vegna þess að þeir hafi tapað æskublómanum. Látið ykkur þykja vænt um ykkur sjálf eins og þið eruð. Ekki vera stöðugt að velta því fyrir ykkur að þið lítið út á einhvern ákveðinn hátt. Sjálfstraust er góður eiginleiki og ef þið búið yfir því eruð þið eftirsóknarverð í augum annarra.

Þegar fólk er orðið sextugt veit það yfirleitt hvað það vill og mörgum líður betur í eigin skinni en þeim leið þegar þeir voru ungir. Ekki eyða tíma þínum í samskipti við fólk sem þú veist innst inni að þér á aldrei eftir að líka við.

Fólk ætti að skilgreina markmið sín áður en það fer að fara á stefnumót með öðrum. Ertu að leita að maka, félaga til að gera skemmtilega hluti með án þess að ætla þér í sambúð. Að vita hvað maður vill eykur líkurnar á að finna þann rétta eða réttu.

Hafðu í huga að það er hægt að verða ástfangin á fyrsta stefnumóti en líkurnar á því eru ekki sérlega miklar sama á hvaða aldri fólk er. En ekki gefast upp þú gætir hitt rétta félagann á þriðja eða fjórða stefnumóti.  Góðir hlutir eru þess virði að bíða eftir þeim.

.

Ritstjórn september 2, 2019 04:43